fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
Fréttir

Sálfræðingurinn Anna Kristín Newton veitir barnaníðingum meðferð: „Mun fleiri hafa kenndir til barna en við héldum“

Auður Ösp
Sunnudaginn 17. febrúar 2019 15:00

Anna Kristín Newton. Ljósmynd/Skjáskot Youtube.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Kristín Newton sálfræðingur hefur meðal annars veitt dæmdum barnaníðingum meðferð á Litla-Hrauni og sinnt einstaklingum sem leita sér aðstoðar vegna óviðeigandi kynferðislegra hugsana og hegðunar. Hún segir miklu máli skipta hvernig rætt er um brot af þessum toga og þau úrræði sem kunna að gagnast. „Virðing fyrir þeim sem að þessum málum koma er lykilatriði í mínum huga. Þá vitum við að einstaklingar sem brjóta gegn börnum eru misleitur hópur og erfitt að leggja hreinar línur í þessum efnum, með tilliti til hvort og þá hvers konar inngrip dregur úr líkum á frekari brotum.

„Almennt aðhyllist ég ekki að fólki sé haldið ótímabundið inni á stofnunum fyrir „hugsanleg“ brot, en ég get haft skilning á því að undir sumum kringumstæðum sé það nauðsynlegt. Rannsóknir hafa sýnt að einstaklingar sem er haldið inni á þeim forsendum að þeir kunni að vera hættulegir eru oft á tíðum ranglega metnir. Ég hef meiri trú á að hægt sé í mörgum, þó kannski ekki öllum, tilvikum að mæta þeim með öðruvísi aðhaldi sem heldur þeim og öðrum öruggum. En við vitum að 100 prósent öryggi er ekki til. Stuðningur, aðhald og eftirlit er almennt fýsilegri kostur.“

Margir hafa einnig kynferðislegar langanir til fullorðinna

Anna Kristín bendir á að barnagirnd sé í eðli sínu talin til hneigðar og því erfitt að ætla að lækna hana.

„En það skal tekið fram að það er ekki samasemmerki á milli þess að vera með barnagirnd og þess að brjóta gegn barni – við höfum dæmi þess og rannsóknir leiða líkur að því, að mun fleiri hafa kenndir til barna en við héldum, og að það er ekki hægt að sjá að allir þeir einstaklingar séu hættulegir, það er að segja að þeir brjóti gegn öðrum. Ég vil taka fram að þetta er stór og mikil umræða. Þá má einnig hafa í huga, þegar við erum að tala um þá sem brjóta kynferðislega gegn börnum, að þeir eru haldnir mismikilli barnagirnd.

Margir ef ekki flestir sem brjóta gegn börnum hafa líka kynferðislegar langanir til fullorðinna. Í mínum huga, og annarra held ég sem vinna á þessu sviði, eru þeir ekki allir jafn hættulegir. Rannsóknir benda til að um það bil 30 prósent kynferðisbrotamanna hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotkun sem börn.

En ég vil taka það sérstaklega fram að það er ekki samasemmerki þarna á milli þeirra ungmenna sem verða fyrir misnotkun og þess að verða kynferðisbrotamaður seinna meir. Þá er heldur ekki samasemmerki á milli þess að sýna af sér skaðlega kynhegðun á unglingsárum og þess að verða kynferðisbrotamaður á fullorðinsárum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Fundu tengsl milli árásarinnar við Trump-hótelið og árásarinnar í New Orleans

Fundu tengsl milli árásarinnar við Trump-hótelið og árásarinnar í New Orleans
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

FBI gerði óhugnanlega uppgötvun í Airbnb-íbúð hryðjuverkamannsins í New Orleans

FBI gerði óhugnanlega uppgötvun í Airbnb-íbúð hryðjuverkamannsins í New Orleans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Háskaleikur ungmenna kallaði á afskipti lögreglu

Háskaleikur ungmenna kallaði á afskipti lögreglu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fjarskiptafyrirtæki mátti bjóða bróður viðskiptavinar betri kjör

Fjarskiptafyrirtæki mátti bjóða bróður viðskiptavinar betri kjör