fbpx
Sunnudagur 29.desember 2024
Fréttir

Sviðin jörð eiganda Procar: Fékk milljarða í lán frá Íbúðalánasjóði

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 16. febrúar 2019 20:00

Skrifstofa bílaleigunnar Procar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mál vikunnar var umfangsmikið og þaulskipulagt svindl sem bílaleigan Procar stóð fyrir og upplýst var um í fréttaskýringarþættinum Kveik á RÚV. Meirihlutaeigandi félagsins er Haraldur Sveinn Gunnarsson, gjarnan kallaður Harry, og þegar skyggnst er bak við tjöldin má sjá að viðskiptasaga hans er skrautleg í meira lagi.

Haraldur Sveinn var einn af stofnendum Fasteignafélags Austurlands ehf. Félagið fékk milljarða króna lán hjá Íbúðalánasjóði til uppbyggingar á Austurlandi. Í árslok 2007 átti Haraldur Sveinn félagið ásamt viðskiptafélaga sínum Ágústi Benediktssyni. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð kom fram að á sama tíma og félagið fékk 1,5 milljarða lán frá Íbúðalánasjóði árið 2007  var eiginfjárhlutfall þess aðeins um 2%. Reglur sjóðsins kváðu þó um að lágmarkið væri 10% eiginfjárhlutfall.

Haraldur Sveinn Gunnarsson

Félagið sem fékk lánað frá Íbúðalánasjóði gerði svo samninga við félagið Byggingarverktakar Austurlands ehf. sem var í eigu sömu aðila, um byggingu fjögurra, sex hæða fjölbýlishúsa á Reyðarfirði á árunum 2004–2007.  Á árunum 2007 til 2009 lækkaði verð á íbúðum á Austurlandi um 21% og fasteignafélaginu blæddi út. Á sama tíma gekk verktakafyrirtækinu allt í haginn og gátu eigendurnir greitt sér út 430 milljónir króna í arð út úr því.

Félögin sameinuðust svo undir nafni Fasteignafélags Austurlands ehf. í lok árs 2007. Félagið var svo úrskurðað gjaldþrota árið 2011 og sat Íbúðalánasjóður uppi með 2,2 milljarða króna skuld og gríðarlegan fjölda íbúða á erfiðu markaðssvæði. Haraldur Sveinn ávaxtaði svo sitt pund með því að skella sér út í bílaleigubransann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Greina frá banaslysi tíu ára drengs sem búsettur var á Íslandi – Ökukennari ákærður fyrir manndráp

Greina frá banaslysi tíu ára drengs sem búsettur var á Íslandi – Ökukennari ákærður fyrir manndráp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flugi Play frá Billund aflýst vegna bilunar – „Farþegar fá fulla endurgreiðslu“

Flugi Play frá Billund aflýst vegna bilunar – „Farþegar fá fulla endurgreiðslu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eigandi rússnesks skips segir að því hafi verið sökkt vísvitandi – „Hryðjuverk“

Eigandi rússnesks skips segir að því hafi verið sökkt vísvitandi – „Hryðjuverk“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja hleðslubankahryðjuverki hafa verið afstýrt

Segja hleðslubankahryðjuverki hafa verið afstýrt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakamál ársins II: Harmleikur í sumarhúsi, afi og amma geymdu dóp, blaðamanni DV hótað og Gabríel réðst á fangaverði

Sakamál ársins II: Harmleikur í sumarhúsi, afi og amma geymdu dóp, blaðamanni DV hótað og Gabríel réðst á fangaverði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Blak borið af dæmdum barnaníðingi í jóladagskrá RÚV – „Ég hugsa til þolendanna“

Blak borið af dæmdum barnaníðingi í jóladagskrá RÚV – „Ég hugsa til þolendanna“