Skýrt er frá þessu á vef Eflingar. Þar segir að í gagntilboðinu sé komið til móts við launahækkunartilboð SA með því skilyrði að stjórnvöld setji fram og standi við skattkerfisbreytingar.
Einnig kemur fram að stjórn Eflingar og samninganefndin hafi samþykkt ályktun um skattastefnu. Í henni felist að fyrsta skrefið fælist í skattatillögum Stefáns Ólafssonar og Indriða H. Þorlákssonar sem þeir mótuðu í nýútgefinni skattaskýrslu sinni. Í henni er lagt til að tekjuskattur 90% almennings lækki en tekjuhæstu 5% greiði meira í skatt.
” Stjórnin og samninganefndin krefjast þess að aðgerðirnar sem skýrslan leggur til verði innleiddar „strax á næstu fjárlögum, og að skattbyrði tekjulægstu hópa verði með öllu aflétt eigi síðar en árið 2021.“
Segir á vef Eflingar.
Stéttarfélögin fjögur funda hjá ríkissáttasemjara klukkan 11.15 í dag.