Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að félagið þurfi að greiða helming kostnaðarins við útkallið eða 3.000 danskar krónur en það svarar til um 55.000 íslenskra króna. Stjórn hússins greiðir hinn helminginn.
Haft er eftir Sveinbjörgu Kristjánsdóttur, gjaldkera félagsins, að kerfið hafi farið í gang upp úr miðnætti og hafi þá þurft að rýma húsið. Fljótlega hafi komið í ljós að reykur inni á salerni hafi sett kerfið í gang.
„Reykingar eru bannaðar í húsinu og við vitum hver var að reykja rafrettu eða sígarettu.“
Er haft eftir henni.