fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fréttir

Hatari segist hafa ráðið Margréti Friðriksdóttur sem kynningarfullrúa

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 12. febrúar 2019 18:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hljómsveitin Hatari hefur gefið út alþjóðlega fréttatilkynningu á ensku þar sem því er haldið fram að Margrét Friðriksdóttir hafi verið ráðin kynningarfulltrúi hljómsveitarinnar. Margrét, sem er sannkristin, heldur úti hinum stóra Facebook-hópi Stjórnmálaspjallið. Margrét er mikill stuðningsmaður Ísraelsríkis. Hún hefur tjáð sig með mjög ákveðnum og kraftmiklum hætti um framlag Hatara til undankeppni Eurovision, Hatrið mun sigra, og segist ætla að flytjast af landi brott ef lagið verður valið sem framlag Íslands til Eurovision.

Í fréttatilkynningunni er sagt að Margrét hafi undirritað starfssamning sinn við fyrirtækið Svikamylla ehf,  sem sé alþjóðlegur dreifingaraðili fyrir hljómsveitina. Í tilkynningunni er látið í veðri vaka að hótun Margrétar um að flytjast af landi brott ef framlag Hatara verður valið til þátttöku í Eurovision sé frábær fjölmiðlabrella. Sagt er að orðspor Margrétar henti fullkomlega til að skapa glundroða á meðal íhaldsfólks og vekja andstæðingum Hatara ótta.

Sjá nánar hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Rýmingu lokið í Bláa lóninu

Rýmingu lokið í Bláa lóninu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fékk skilorð fyrir kynferðisbrot sem hann kallaði glens

Fékk skilorð fyrir kynferðisbrot sem hann kallaði glens
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gagnrýna Íslandsbanka fyrir vaxtabreytinguna í dag – „Þetta er ógeðslegt, óboðlegt og til skammar“

Gagnrýna Íslandsbanka fyrir vaxtabreytinguna í dag – „Þetta er ógeðslegt, óboðlegt og til skammar“
Fréttir
Í gær

Ólafur fengið nóg og yfirgefur Ísland: „Farið út, var sagt við mig, þið fáið enga hjálp hér“

Ólafur fengið nóg og yfirgefur Ísland: „Farið út, var sagt við mig, þið fáið enga hjálp hér“
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtalækkunin þýðir fyrir 45 milljóna króna húsnæðislán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtalækkunin þýðir fyrir 45 milljóna króna húsnæðislán
Fréttir
Í gær

Dómur fallinn yfir konunum þremur sem fengu háar fjárhæðir frá erlendum auðkýfingi – Ein sleppur vel en tvær sitja í súpunni

Dómur fallinn yfir konunum þremur sem fengu háar fjárhæðir frá erlendum auðkýfingi – Ein sleppur vel en tvær sitja í súpunni
Fréttir
Í gær

Garðyrkjubændur greina frá 25 prósent hækkun raforkuverðs á hálfu ári – Óttast að íslenskt grænmeti verði ekki samkeppnishæft

Garðyrkjubændur greina frá 25 prósent hækkun raforkuverðs á hálfu ári – Óttast að íslenskt grænmeti verði ekki samkeppnishæft