fbpx
Laugardagur 28.desember 2024
Fréttir

Snæbjörn hellti sér yfir Ernu Ýri á Kaffibarnum: Sagðist fyrirlíta hana – „Þetta var mjög óþægilegt og ógnandi“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 11. febrúar 2019 08:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snæbjörn Brynjarsson, varaþingmaður Pírata, lét Ernu Ýr Öldudóttur, blaðamann hjá Viljanum og fyrrverandi blaðamann Morgunblaðsins, heyra það á Kaffibarnum aðfaranótt laugardags.

Fréttablaðið fjallar um þetta í dag og fullyrðir Erna Ýr að Snæbjörn hafi lýst því yfir að hann hataði hana og vildi berja hana. Sjálfur kveðst Snæbjörn ekki hafa hótað henni ofbeldi en staðfestir að hann hafi lýst fyrirlitningu sinni á henni.

Atvikið gerðist á reykingasvæði við Kaffibarinn þegar Erna Ýr var á tali við tvo menn. „Ég sagðist fyrirlíta hana fyrir að vinna hjá Birni Inga Hrafnssyni,“ segir Snæbjörn við Fréttablaðið en Björn Ingi er sem kunnugt er eigandi Viljans. Snæbjörn hefur setið á þingi fyrir Pírata sem varamaður en Erna Ýr er einmitt fyrrverandi formaður framkvæmdaráðs Pírata.

„Þetta var mjög óþægilegt og ógnandi,“ segir Erna við blaðamann og bætir við að framkoma Snæbjörns hafi komið henni á óvart enda þekki hún hann ekki og hafi ekki talað við hann áður.

Talsvert hefur verið rætt um framkomu og þingmanna að undanförnu, sérstaklega eftir að Klausturmálið kom upp, og segir Erna að framkoma þingmannsins eigi erindi við almenning í ljósi þess.

„Ég myndi aldrei hóta blaðamanni, en ég skulda henni samt afsökunarbeiðni fyrir að vera að segja skoðun mína á Birni Inga. Maður á ekki að vera með leiðindi við fólk í glasi,“ segir Snæbjörn við Fréttablaðið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mótmælir lokun áfengisnetsölu – „Lögreglan hefur beitt okkur óhóflegu valdi“

Mótmælir lokun áfengisnetsölu – „Lögreglan hefur beitt okkur óhóflegu valdi“
Fréttir
Í gær

Tilkynnti Hákoni óvænt að hann þyrfti að segja upp störfum – „Honum var refsað fyrir að taka of stór skref“

Tilkynnti Hákoni óvænt að hann þyrfti að segja upp störfum – „Honum var refsað fyrir að taka of stór skref“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Steingrímur rifjar upp örlagaríka för á hamfarasvæði – „Og ekkert varð aftur eins“

Steingrímur rifjar upp örlagaríka för á hamfarasvæði – „Og ekkert varð aftur eins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þyrla kölluð til vegna áreksturs í Öræfum – Tveir með áverka

Þyrla kölluð til vegna áreksturs í Öræfum – Tveir með áverka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Björguðu þaki á hlöðu á bæ rétt suður af Hvolsvelli

Björguðu þaki á hlöðu á bæ rétt suður af Hvolsvelli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tókst að koma bát aftur að bryggju í hvassviðrinu

Tókst að koma bát aftur að bryggju í hvassviðrinu