fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Þetta kostuðu listaverkin: 300 milljóna verk í hjarta borgarinnar

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 10. febrúar 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt varð vitlaust á dögunum þegar tilkynnt var um að listaverkið Pálmatré, eftir þýsku listakonuna Karin Sanders, myndi prýða torg í nýrri Vogabyggð í Reykjavík. Ástæðan var kostnaðurinn við verkið sem er áætlaður um 140 milljónir króna miðað við núverandi gengi.

Flestir virðast þó á því að list í almenningsrýmum sé eftirsóknarverð og auki lífsgæði íbúa. DV tók því saman kostnað við nokkur þekkt listaverk. Lesendur geta svo metið hvort fjárútlátin hafi verið þess virði eða ekki.

Árið 1973 var stórt mósaíklistaverk Gerðar Helgadóttur afhjúpað á Tollhúsinu við Tryggvagötu. Flöturinn undir verkið hafði þá staðið ómúraður í nokkur ár til þess að stjórnvöld áttuðu sig á að veita þyrfti fé í að gera götumyndina meira aðlaðandi. Gerður vann verkið í samstarfi við frægt þýskt listaverkafyrirtæki, Bræðurna Oidtmann. Alls var verkið um tvö ár í vinnslu en verksamningurinn hljóðaði upp á 170 þúsund þýsk mörk á þeim tíma. Á núvirði eru það rúmlega 300 milljónir króna.

Í tilefni af 204 ára afmæli Reykjavíkurborgar, þann 18. ágúst 1990, var listaverkið Sólfarið eftir Jón Gunnar Árnason afhjúpað. Heildarkostnaður við verkið var 25 milljónir króna á sínum tíma sem þótt hátt verð. Þar af kostaði stálsmíðin 8 milljónir króna. Núna myndi kostnaðurinn við listaverkið vera 79 milljónir króna.

 

Árið 1991 reis listaverkið Regnbogi eftir listakonuna Rúrí við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Nokkrum árum fyrr hafði verkið orðið hlutskarpast í umfangsmikilli listasamkeppni ásamt listaverkinu Þotuhreiðrið eftir Magnús Tómasson. Verk Rúríar kostaði 38 milljónir króna á sínum tíma. Á núvirði gera það 112 milljónir króna.

Listaverkið Regnbogi eftir Rúrí

Árið 2007 var Friðarsúlan  (e. Imagine Peace Tower) eftir listakonuna Yoko Ono afhjúpuð í Viðey. Verkið er tendrað á afmælisdegi Johns Lennon þann 9. október ár hvert og lýsir upp kvöldhimininn til og með 8. desember en þann dag dó John Lennon árið 1980. Kostnaðurinn við verkið var tæplega 8 milljónir króna á sínum tíma. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg hefur verkið kostað skattgreiðendur rúmlega 40 milljónir króna. Stærsti kostnaðurinn er heimildamynd um listakonuna og verkið sem unnin var árin 2007–2009. Kostnaðurinn við myndina var 4,8 milljónir króna.

 

Friðarsúlan í Viðey
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“