fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Kolbrún í áfalli: Í deilum við Ásgerði Jónu – „Ég var ekki að rjúfa neinn trúnað“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 8. febrúar 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalmeðferð kærumáls Kolbrúnar Daggar Arnardóttur gegn Ásgerði Jónu Flosadóttir, formanni Fjölskylduhjálpar, var frestað í annað sinn á miðvikudaginn eftir að aðilaskýrslur voru teknar. Kolbrún stefndi Ásgerði eftir að sú síðarnefnda nafngreindi hana í útvarpi sem skjólstæðing samtaka sinna. Ástæðan var sú að DV birti nafnlausa frásögn Kolbrúnar af því hversu slæm matarúthlutun Fjölskylduhjálpar var fyrir jólin 2017. Aðalmeðferð var upphaflega á dagskrá í september á síðasta ári en var frestað því aðilar málsins töldu sig geta náð sáttum. Sættir tókust þó ekki og aftur var boðað til aðalmeðferðar á miðvikudaginn. Eftir að aðilaskýrslur voru teknar af þeim Kolbrúnu og Ásgerði vildi dómari ræða við aðila og lögmennina en í kjölfar þess fundar var þinghaldi frestað að nýju.

Landsþekkt kona

„Hvað átti ég að gera? Þetta var það sem þau ætluðu okkur í jólamatinn. Ég varð fyrir miklu áfalli,“ sagði Kolbrún fyrir dómi aðspurð um ástæðu þess að hún hefði ekki haft samband beint við Fjölskylduhjálp með umkvartanir sínar. Í matarúthlutuninni var engan hátíðarmat að finna og mikið af útrunnum vörum. Kolbrún sagði söguna af vonbrigðum sínum í DV í kjölfar úthlutunarinnar. Frásögnin var í skjóli nafnleyndar, en Kolbrún vildi hlífa börnum sínum við því að skólafélagar þeirra fréttu af bágri stöðu fjölskyldunnar. Sonur hennar hafði lent í miklu einelti og ekki var á það bætandi.

Fyrir dómi hélt Ásgerður því þó fram að hún hefði ekki nafngreint Kolbrúnu sem skjólstæðing fjölskylduhjálpar. Kolbrún sjálf hefði nafngreint sig í fyrri umfjöllun um fjárhagsvandræði. „Ég var ekki að rjúfa neinn trúnað þar sem manneskjan var búin að auglýsa sig sjálf. Hún hafði ítrekað komið fram undir nafni þar sem fjallað var um hagi hennar og stöðu. […] Ég tel að hún sé í rauninni landsþekkt kona,“ sagði Ásgerður. Lögmaður hennar lagði meðal annars fram útprentun af bloggsíðu þar sem Kolbrún tjáði sig um fjárhagsstöðu sína, áður en málsatvik áttu sér stað. Varðandi þessi rök Ásgerðar er rétt að taka fram að engin umfjöllun um fjárhagsstöðu Kolbrúnar hafði farið fram í stærri fjölmiðlum landsins.

Töluðu ekkert saman

Eins og áður sagði hafði Kolbrún ekki beint samband við Fölskylduhjálp þegar hún varð fyrir vonbrigðum með úthlutunina. Ásgerður hafði heldur ekki beint samband við Kolbrúnu áður en hún útvarpaði nafni hennar. „Ég var bara í áfalli þegar ég las það sem um okkur var sagt. Svo vorum við að afgreiða þarna 3.000 einstaklinga fyrir jólin og höfðum bara rosalega mikið að gera,“ sagði Ásgerður.

Þó hefði verið rík ástæða fyrir Ásgerði að hafa samband því fyrir dómi hélt hún því fram að um misskilning hefði verið að ræða. Í úthlutuninni hefði átt að verða grísahnakki sem hefði gleymst og að útrunnar vörur væru alltaf í boði hjá þeim því stefna Fjölskylduhjálpar væri að lágmarka matarsóun.

Nafngreiningin olli Kolbrúnu miklu hugarangri og upplifði hún mikla niðurlægingu og skömm. Hún var sannfærð um að Ásgerður hefði gert þetta af illum hug, gagngert til að hefna sín á henni fyrir að hafa dirfst að gagnrýna Fjölskylduhjálp. Því hafnaði Ásgerður: „Ég hefði aldrei farið að nafngreina hana til að koma eitthvað illa við hana eða af einhverri illsku.“

Af hverju nafngreining?

Fyrir dómi kom fram að engar reglur um þagnarskyldu séu í gildi hjá Fjölskylduhjálp. Þó séu sjálfboðaliðar látnir skrifa undir þagnareið. Ásgerði fannst það ekki skipta máli að hún hefði skrifað undir slíkan eið því hún hefði ekki brotið hann.

„Sko, ég nafngreindi hana ekki sem skjólstæðing en þar sem hún var búinn að leita ásjár hjá fólkinu í þjóðfélaginu og opna sig um sín einkamál, sína stöðu og sína bágu framfærslu þá þurfti ég ekkert að segja. Fólk vissi alveg að þetta var kona sem hafði lága framfærslu og þurfti að leita sér aðstoðar. Ég var ekki að brjóta neinn þagnareið þarna. Ég var búin að vera að fylgjast með þessari konu nafngreina sjálfa sig og greina frá sínu einkalífi í fjölmiðlum. Því fannst mér bara eðlilegt að nafngreina hana, þar sem hún hafði í mörgum greinum sagt frá sínu lífi og við hvaða stöðu hún byggi.“

Fyrir dómi kom fram að Ásgerður hefði ekki beðist afsökunar á nafngreiningunni. Í reynd kom í ljós að lítil samskipti hefðu verið þeirra á milli frá upphafi. Kolbrún hafði ekki beint samband við Ásgerði til að kvarta yfir úthlutuninni, Ásgerður hafði ekki samband við Kolbrúnu þegar hún varð vör við að hún væri ósátt. Þess í stað átti sér stað fyrrnefnd nafngreining og í kjölfarið málaferli. Því hefur dómari sennilega séð tækifæri til að ná fram sáttum ef aðilar fengjust bara til að tala loks saman og því frestað þinghaldi. Því má vona að málið þurfi ekki að taka fyrir enn að nýju.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Í gær

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“
Fréttir
Í gær

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?