Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Herjólfi Guðbjartssyni, framkvæmdastjóra Arctic Trucks, að svikararnir hafi komist inn í tölvupóstssamskipti og hafi náð að blekkja báða aðila með að stofna lén sem líktust lénum fyrirtækjanna. Einnig stofnuðu þeir netföng með nöfnum þeirra sem höfðu átt í tölvupóstssamskiptum vegna ferðarinnar.
„Við erum alltaf að skrifa svikaranum og viðskiptavinur okkar er alltaf að skrifa svikaranum. Þeir láta póstana fljóta áfram eins og venjuleg samskipti ættu sér stað.”
Er haft eftir Herjólfi. Að lokum var viðskiptavinur Arctic Trucks blekktur til að millifæra inn á reikning svikahrappanna að sögn Herjólfs. Haft er eftir honum að öryggisúttekt bendi ekki til að öryggisbrestur hafi verið hjá Arctic Trucks en í kjölfar málsins hafi öllum öryggisferlum varðandi móttöku erlendra greiðslna verið breytt.