fbpx
Sunnudagur 12.janúar 2025
Fréttir

Segir málsvörn Jóns Baldvins fyrirsjáanlega – „Hann rústaði lífum þeirra“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 6. febrúar 2019 08:15

Jón Baldvin Hannibalsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mánudaginn voru birtar 23 sögur kvenna sem segjast hafa orðið fyrir meintu ofbeldi af hendi Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrum utanríkisráðherra og formanns Alþýðuflokksins. Þetta var gert í kjölfar þess að Jón Baldvin kom fram í Silfrinu á RÚV á sunnudaginn og hélt uppi vörnum.

Guðrún Harðardóttir, systurdóttir Bryndísar Schram eiginkonu Jóns Baldvins, segir í samtali við Fréttablaðið að hún finni fyrir miklum krafti og sé þakklát fyrir að hafa skilað skömminni. Hún segir einnig að varnartilburðir Jóns séu fyrirsjáanlegir.

„Ég upplifi létti og að ég hafi skilað skömminni. Það skiptir svo miklu máli að segja frá og burðast ekki ein með sögu sína. Og að geta gert það í krafti fjöldans gefur manni mikið. Ég er enn þá alveg óhrædd og finn alveg að þó Jón Baldvin sé að malda eitthvað í móinn þá hefur það engin áhrif á mig og innan hópsins er andinn jákvæður.Ég þekki alveg Jón Baldvin og Bryndísi og þessi vörn kemur mér ekkert á óvart. Ég hef heyrt þetta allt saman áður. Ég vissi að hann myndi aldrei verða auðmjúkur og viðurkenna sinn hlut.“

Guðrún segir langsótt að tala um samsæriskenningar um að stöðva eigi bókaútgáfu eða fyrirlestrarröð eins og Jón Baldvin hefur haldið fram.

„Við erum tuttugu og þrjár, það má ekki gleyma því. Og í umræðu um opinbera smánun þá skal hafa það hugfast að Jón Baldvin hefur nú ítrekað smánað dóttur sína opinberlega.“

Margrét Schram, mágkona Jóns,  hefur sagt sögu sína af Jóni á námsárum hans í Edinborg og segir hún að illa sé farið með Aldísi og fyrir neðan allar hellur hvernig talað er um hana.

„Ég er virkilega reið yfir árásum á Aldísi og dóttur hennar. Þessar staðhæfingar um að hún sé haldin órum vegna geðveiki og að faðir dóttur hennar sé eiturlyfjasali. Að það fái að viðgangast að þessu sé haldið fram er fyrir neðan allar hellur og það á sjálfum fréttamiðli ríkisins, RÚV. Málið er komið úr okkar höndum og kannski er þetta bara toppurinn á ísjakanum. Það er svakalegt að hann hafi komist upp með þetta í öll þessi ár. Það velkist heldur enginn í vafa um það að Bryndís er með honum í þessu.Ég stend með Aldísi, dóttur hennar og þessum konum sem ég hef kynnst. Hann rústaði lífum þeirra.“

Er haft eftir Margréti í Fréttablaðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigurjón dæmdur í átta ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri konu og syni hennar

Sigurjón dæmdur í átta ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri konu og syni hennar
Fréttir
Í gær

Þéttingaráform í miðborginni samþykkt þrátt fyrir áhyggjur íbúa

Þéttingaráform í miðborginni samþykkt þrátt fyrir áhyggjur íbúa
Fréttir
Í gær

Efling segir SVEIT ætla að njósna um starfsfólk veitingahúsa og hefur kært félagið til Persónuverndar

Efling segir SVEIT ætla að njósna um starfsfólk veitingahúsa og hefur kært félagið til Persónuverndar
Fréttir
Í gær

Fíkniefnaneysla meginorsök banaslyssins í Lækjargötu

Fíkniefnaneysla meginorsök banaslyssins í Lækjargötu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vill ákæra forstöðumenn fyrir framúrkeyrslu

Vill ákæra forstöðumenn fyrir framúrkeyrslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafnfirðingar hrifnir af hrossataði

Hafnfirðingar hrifnir af hrossataði