Þetta segir Guðrún Harðardóttir, einn forvígismanna bloggsíðunnar, í Fréttablaðinu í dag.
„Þetta kemur náttúrlega í kjölfarið á því að hann þurfti endilega að vera að klípa Carmen í rassinn í sumar.“
Er haft eftir Guðrúnu sem er systurdóttir Bryndísar Schram eiginkonu Jóns. Hún er einn stjórnenda Facebookhópsins #metoo Jón Baldvin Hannibalsson en þar hafa margar konur sagt sögur af meintri ósæmilegri hegðun Jóns áratugum saman.
Guðrún segir að bloggsíðan verði opnuð með yfirlýsingu og síðna fylgi frásagnir.
„Þetta eru um 20 sögur, mjög fjölbreyttar og mjög mismunandi, af því að þær gefa mjög skýra mynd af hegðun hans í gegn um árin og af alvarleika málsins.“
Sögurnar verða settar fram nafnlaust en staðfest er innan hópsins hver á hverja frásögn. Áherslan á að vera á Jón en ekki tilfinningalíf fórnarlambanna.
„Við nennum ekki að vinna við þetta alla ævi. Flestar okkar eru þegar búnar að vera í þessu stríði frá því við vorum tíu til fimmtán ára og við erum á öllum aldri.“
Segir Guðrún.