fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fréttir

Skýrslutaka vegna gagnaleka frá lögreglu – „Lögfræðilegt sprengjusvæði“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 1. febrúar 2019 07:50

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steinbergur Finnbogason, lögmaður, var kvaddur til skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þar spurði ríkissaksóknari hann út í minnisblað sem Steinbergur lagði fyrir dóm í máli skjólstæðings í fyrra. Sá skjólstæðingur er meintur höfuðpaur í Euromarketmálinu en rannsókn lögreglunnar á því máli er ein umfangsmesta rannsókn hennar á skipulagðri brotastarfsemi hér á landi til þessa.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Segir blaðið að Steinbergur hafi verið krafinn svara um hvernig hann komst yfir minnisblaðið og hvort það hafi verið fyrir tilstilli þeirra sem áttu einir að hafa aðgang að því hjá yfirstjórnum þeirra embætta sem koma að rannsókninni eða annarra hjá þeim embættum. Þessi embætti eru Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, Héraðssaksóknari, Ríkislögreglustjóri og Tollstjóri.

Fréttablaðið hefur eftir Steinbergi að hann megi ekki svara því hvað kom fram í skýrslutökunni þar sem þinghaldið hafi verið lokað en hann geti þó sagt að hann hafi ekki brugðist trúnaðarskyldu sinni við skjólstæðing sinn.

„Aðalatriðið að mínu mati er ekki hvaðan þetta minnisblað kom heldur það sem í því stendur. Það er enginn vafi í mínum huga að minnis blaðið sýnir möguleg mannréttindabrot gegn skjólstæðingi mínum og möguleg hegningarlagabrot lögreglu og á því mun ég meðal annars byggja málsvörn skjólstæðings míns ef og þegar þar að kemur.“

Ef haft eftir Steinbergi.

Arnar Þór Stefánsson, lögmaður, var Steinbergi til halds og trausts við skýrslutökuna. Í fyrstu fyrirtöku lýsti Arnar málinu sem lögfræðilegu sprengjusvæði og vísaði þar til trúnaðar verjanda við skjólstæðing sinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Logi í leynilegri upptöku: „Mannorðið mitt er bara ónýtt. Ég er rekinn í fyrsta sinn á ævinni“

Logi í leynilegri upptöku: „Mannorðið mitt er bara ónýtt. Ég er rekinn í fyrsta sinn á ævinni“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Guðna líst ekkert á blikuna: „Ég spyr ráðamenn þjóðarinnar HVENÆR ER NÓG NÓG?“

Guðna líst ekkert á blikuna: „Ég spyr ráðamenn þjóðarinnar HVENÆR ER NÓG NÓG?“
Fréttir
Í gær

Skagfirðingar fúlir út í vegagerðina – Segjast ekki sitja við sama borð og aðrir landsmenn

Skagfirðingar fúlir út í vegagerðina – Segjast ekki sitja við sama borð og aðrir landsmenn
Fréttir
Í gær

200 veikir eftir þorrablót um helgina – Grunur beinist að rófustöppu eða uppstúf

200 veikir eftir þorrablót um helgina – Grunur beinist að rófustöppu eða uppstúf
Fréttir
Í gær

Gatnagerðargjöld allt að tvöfaldast verði tillaga borgarstjóra samþykkt

Gatnagerðargjöld allt að tvöfaldast verði tillaga borgarstjóra samþykkt
Fréttir
Í gær

Logi segist aldrei hafa snert Vítalíu í meintri leynilegri upptöku

Logi segist aldrei hafa snert Vítalíu í meintri leynilegri upptöku