Þetta er haft eftir Óskari Reykdalssyni, lækni og settum forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í Morgunblaðinu í dag.
Fram kemur að inflúensan byrji oft að láta á sér kræla í nóvember og nái hámarki í febrúar og mars. Það er hægt að skipta henni í nokkra flokka en einkennin eru yfirleitt þau sömu. Fólk veikist snögglega, fær háan hita og höfuð- og beinverki.