Óhætt er að segja að fréttir þess efnis að Reykjavíkurborg hygðist eyða 140 milljónum króna í tvö pálmatré hafi vakið mikla athygli í gærkvöldi. Trén verða gróðursett í nýju hverfi í Vogabyggð sem er austan við Sæbrautina.
Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sagði í samtali við RÚV í gærkvöldi að þetta yrði segull og kennileiti fyrir hverfið. Verða pálmatrén í upphituðum glerhjúp. Munu þessi tvö pálmatré kosta 140 milljónir króna, en ekki er tekið fram hver árlegur rekstrarkostnaður verður á glerhjúpunum sjálfum sem pálmatrén munu verða í.
Fréttamaður RÚV spurði Hjálmar Sveinsson hvað gera ætti með þá sem ekki kæra sig um að hafa pálmatré í bakgarðinum svaraði hann: „Þá ætti kannski viðkomandi að leita sér að íbúð þar sem að pálmatrén blasa ekki við.“
Meirihlutinn í borginni hefur átt undir högg að sækja undanfarna mánuði vegna Braggamálsins svokallaða og þykir mörgum að verið sé að eyða peningum í óþarfa. Fjölmargir hafa tjáð sig um málið á Twitter og sitt sýnist hverjum, eins og sést hér að neðan.
Hverjum datt í hug eftir þetta Braggamál að það væri ráð að eyða fleiri tugum milljóna í pálmatré í upphituðum glerhjúp í Reykjavík?
— Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (@thorkellg) January 30, 2019
Mér finnst hugmyndin um pálmatré í Vogunum bara mjög spennandi og er alveg sama hvað hún kostar #UnpopularOpinions
— Baldur Karl (@baldurkm) January 30, 2019
Hann vill væntanlega að þessi pálmatré verði kölluð Hjálmarstré ?#reykjavik #minnisvarði pic.twitter.com/PqF75uAEe3
— Thorgeir Palsson (@toggi888) January 30, 2019
Reykjavík er alltaf klár í að moka peningum í pálmatré og bragga sem enginn vissi að væri til en fæst ekki einu sinni til að ræða byggingu alvöru íþróttahúss fyrir körfu- og handbolta. Samt er borgarstjóri fyrstur á vettvang í góða myndatöku þegar íþróttafólkið nær árangri.
— Daníel Rúnarsson (@danielrunars) January 30, 2019
Hey Strákar! Ég er með klikkaða hugmynd! PÁLMATRÉ! og ekki bara pálmatré! HELDUR PÁLMATRÉ Í UPPHITUÐUM GLERBÚRUM!!!
— Elísabet Kristjana (@boneless_beta) January 30, 2019
Setjum pálmatré á Laugaveginn og hættum að rífast.
— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) January 30, 2019
Ágætu virku í athugasemdum – hvað má listin kosta?
— Líf Magneudóttir (@lifmagn) January 29, 2019
Íslendingar eru Molbúar jarðar. Eða nei bíddu, þetta er það sem gerist þegar að fávitar komast ítrekað til valda. 140 milljónir í tvö pálmatré. https://t.co/ntFm9V6SR1
— Gunnar Waage (@GunnarWaage) January 29, 2019
Braggi í Nautólfsvík á hálfan milljarð og og tvö pálmatré í Vogunum á 140 milljónir er ágætt. En mér finnst að við eigum að setja meiri metnað í ruglið fyrst við erum byrjuð á því. Sameinum Isavia og Íslandspóst.
— Örn Arnarson (@arnarvarp) January 29, 2019
Ég gæti unnið í tæp 38 ár á leikskólaleiðbeinandalaunum (f skatt) fyrir peninginn sem er verið að eyða í þessi tvö pálmatré 🙂
— brylla (@brynhildurrth) January 29, 2019
Samfylkingin, Viðreisn, VG og Píratar eiga fá bjartsýnisverðlaun fyrir að halda að 140 milljóna pálmatré mundu sigla þegjandi og hljóðalaust í gegnum stingandi stráin frá bragganum og dólganna á Klaustursbarnum.
— Ómar Stefánsson (@OmarStef) January 29, 2019
…meirihlutinn í borginni við minnihlutann þegar hann kynnti pálmatré í plastkassa í dag. #palmatre #vogahverfi pic.twitter.com/8CdgAyjxPM
— Tryggvi Haraldsson (@tryggviharalds) January 29, 2019
Gaman að sjá hvað fjármál @reykjavik eru komin í gott stand. Loksins getum við flutt inn pálmatré með góðri samvisku (hóst)
— Vignir Sverrisson (@VignirSverris) January 29, 2019
Gott að Dagur og meirihlutinn lærði eitthvað af braggamálinu. Eða var verið að panta 2 pálmatré fyrir 140 milljónir? Hvað eru það mörg mánaðarlaun leikskólakennara? Verða svo 400 milljónir.
— Stefán Máni (@Stefan_Mani_) January 29, 2019
Strá á tæplega milljón krónur og núna pálmatré í búri á 140 milljónir. Reykjavíkurborg ætti að fá verðlaun fyrir frábæra tímasetningu á þessum fréttum. Ég hefði svo átt að læra garðyrkju… pic.twitter.com/WcvVQx7i3r
— Hörður Guðmundsson (@rosmundssen) January 29, 2019
Skítt með strá við bragga eða Erro á gafl í Breiðholti. Það er verið hlaða í pálmatré í bathmate typpapumpu! pic.twitter.com/5eDwY8xu1p
— Maggi Peran (@maggiperan) January 29, 2019
Borgin skoðaði Instagram hjá ykkur yfir hátíðirnar og veit nákvæmlega hvað pöpullinn vill. Sjálf er ég meira en til í að borga 140 milljónir, jafnvel úr eigin vasa, fyrir nasasjón af Tene lífsstílnum. Pálmatrén heim og það strax.
— Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir (@a_hekla) January 29, 2019
Skrambi lýst mér vel á þessa hugmynd um Pálma í glerhólki í Vogvahverfi! pic.twitter.com/CM87J9Wg7c
— Halldór Högurður (@hogurdur) January 29, 2019