fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Auglýsir aðgang að íslenskum sjónvarpsstöðvum á netinu

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 26. janúar 2019 19:00

Samsett mynd/Pexels/Skjáskot úr Spaugstofunni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskur maður selur aðgang að bæði íslensku og erlendu sjónvarpsefni til Íslendinga sem búsettir eru erlendis. Segist hann sjálfur vera búsettur í landi sem hefur evru sem gjaldmiðil. Um er að ræða meðal annars aðgang að RÚV, Stöð 2, Sjónvarp Símans og fleiri íslenskar stöðvar. Einnig erlendar stöðvar á borð við Sky Sport og BT sport. Verðið sem býðst er mjög lágt. Skortur á aðgengi Íslendinga erlendis að íslensku sjónvarpsefni hefur verið vandamál lengi. RÚV vinnur nú að úrlausn í þeim efnum.

 

Þrjár leiðir í boði

Maðurinn sem um ræðir beinir viðskiptum sínum til Íslendinga í útlöndum; í Danmörku, á Spáni og hugsanlega fleirum. Auglýsir hann þetta á Íslendingahópum á samfélagsmiðlum. Þjónustan er ekki veitt í gegnum sjónvarpsbox heldur netið og hægt er að horfa í gegnum tölvu, snjallsjónvörp og önnur snjalltæki.

Býður hann upp á þrjá mismunandi pakka; Þann litla, stóra og miðlungs. Verðið er frá tíu evrum upp í þrjátíu á mánuði, eða um 1.400 til 4.100 krónur. Í litla pakkanum er veittur aðgangur að RÚV, Stöð 2, Sjónvarpi Símans, N4 og Hringbraut og breskum rásum. Í miðlungs pakkanum bætist við Sky Sport og BT Sport sem sýna meðal annars enska boltann, svokallað PPV (pay per view) efni sem inniheldur meðal annars MMA-bardaga og hnefaleika og allar nýjustu bíómyndirnar og þættina. Í stóra pakkanum bætast við alþjóðlegar rásir.

Maðurinn segist vera búsettur í evru-landi en hefur engu að síður bankareikninga bæði á Íslandi og í Danmörku þar sem hann tekur við greiðslu. Býður hann einnig upp á aðrar greiðsluleiðir svo sem í gegnum Paypal.

Samkvæmt heimildum DV hafa Íslendingar, búsettir í Danmörku, keypt þjónustuna af honum sem er vitaskuld ólögleg. Hún er sögð virka án hnökra. Eins og er hafa íslenskar sjónvarpsstöðvar ekki sýningarrétt utan landsteinana.

Eftir að DV komst á snoðir um málið og setti sig í samband við manninn var samstundis lokað á öll samskipti.

 

Unnið að því að opna aðgang fyrir Íslendinga erlendis

Baldvin Þór Bergsson, dagskrárstjóri númiðla og Rásar 2, segir að upp hafi komið tilvik þar sem efni RÚV hefur verið miðlað af þriðja aðila. Til að mynda útvarpsstöð á landsbyggðinni sem útvarpaði fréttunum beint. Þetta sé hins vegar ekki algengt.

„Fyrsta skrefið þegar svona mál koma upp er alltaf að hafa samband við viðkomandi og gera honum ljóst að hann sé að brjóta höfundarréttarlög. Þetta snýst ekkert endilega um að hann sé að brjóta á okkar rétti heldur höfundarrétti þeirra sem framselja okkur hann um tíma. Ef viðkomandi væri ekki fús til að hætta að bjóða upp á efnið þá þyrftum við að huga að öðrum leiðum í samráði við lögfræðing okkar, það er til hvaða aðgerða okkur þætti ástæða til að grípa.“

Það hefur lengi verið viðvarandi vandamál fyrir Íslendinga erlendis að hafa ekki aðgang að íslensku efni. Er það að hluta til ástæðan fyrir því að starfsemi á borð við þessa þrífst. Baldvin segir að verið sé að vinna að lausn fyrir þennan stóra hóp sem vill halda tengslum við heimalandið.

„Við erum sjálf að vinna að því að opna á aðgang fyrir Íslendinga í útlöndum og höfum tekið ákveðin skref í þá átt. Gæti þá fólk skráð sig inn með auðkenningu og horft á allt efnið sem er í útsendingu hjá okkur. Hvenær þetta gengur í gegn er ekki alveg ljóst en þetta er framtíðin og það sem Evrópusambandið er að gera líka. Að tryggja rétt fólks til þess að horfa á efni, sama hvort það sé heima hjá sér í Frakklandi eða á ferðalagi í Þýskalandi. Það er fullur vilji til að gera þetta, en tæknileg útfærsla er eftir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ákæran í stóra fíkniefnamálinu: Afi og amma geymdu efnin heima hjá sér og seðlabúnt voru flutt á bifreiðaverkstæði í Auðbrekku

Ákæran í stóra fíkniefnamálinu: Afi og amma geymdu efnin heima hjá sér og seðlabúnt voru flutt á bifreiðaverkstæði í Auðbrekku
Fréttir
Í gær

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Líkamsleifar tveggja manna í ferðatöskum vekja óhug í Bretlandi – Scotland Yard stýrir leit að hinum grunuðu

Líkamsleifar tveggja manna í ferðatöskum vekja óhug í Bretlandi – Scotland Yard stýrir leit að hinum grunuðu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta