fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Sigríður er íslenskur þjóðernissinni: Húðflúrið á hálsinum tengist Adolf Hitler – Efast um umfang helfararinnar

Ritstjórn DV
Föstudaginn 25. janúar 2019 12:50

Sigríður er viðmælandi Jóns Ársæls í þættinum Paradísarheimt. Mynd: Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Bryndís Baldvinsdóttir er tveggja barna móðir sem er búsett í Reykjavík. Sigríður er þjóðernissinni og kippir sér ekki upp við það ef hún er kölluð nasisti eða rasisti. „Við erum þjóðernissinnar og vitum það. Hvað aðrir segja er þeirra vandamál.“

Rætt verður við Sigríði í þættinum Paradísarheimt með Jóni Ársæli á RÚV á sunnudagskvöld. Stutt sýnishorn úr þættinum birtist á vef RÚV í dag en þátturinn verður sýndur klukkan 20.35 á sunnudag.

„Þeir geta alveg verið fínir ef þeir aðlagast og koma ekki til að breyta Íslandi í eitthvert Arabaríki,“ segir Sigríður um afstöðu sína til innflytjenda. Henni er umhugað að Íslendingar varðveiti þjóðerni sitt, menningu og tungu.

Á vef RÚV kemur fram að Sigríður sé með húðflúr á hálsinum þar sem stendur C18. Talan 18 stendur fyrir upphafsstafi Adolfs HitlersA er fyrsti stafurinn í latneska stafrófinu og H sá áttundi. C18 (Combat 18) er einnig nafn á hryðjuverkasamtökum nýnasista. Samtökin voru stofnuð í Bretlandi árið 1992 en eru með starfsemi í mun fleiri löndum.

Þá segir Sigríður í þættinum að hún dragi í efa að helför nasista hafi verið jafn víðfeðm og fullyrt hefur verið. Eins og flestir vita er helförin hugtak sem notað er til að lýsa skipulögðum fjöldamorðum nasista á evrópskum gyðingum í síðari heimsstyrjöldinni. Um sex milljónir gyðinga voru drepnir í styrjöldinni og voru drápin liður í áætlun Adolfs Hitlers um að útrýma gyðingum.

Þó að Sigríður dragi í efa umfang helfararinnar harmar hún hvernig fór. Þegar Jón Ársæll spyr hana hvort hún sé á móti nasismanum segir hún: Alls ekki sko, ekkert frekar en kommúnismanum. Þetta er bara pólitík þess tíma.“

Þegar Jón Ársæll bendir á að nasisminn lifi – sé nú kallaður nýnasismi – segir hún: „Já, ég hef nú talað við ansi mikið af þessu fólki og þetta eru bara venjulegir þjóðernissinnar. Ef maður þarf að vera nasisti af því maður er þjóðernissinni, þá bara erum við það. Það snertir okkur ekki að vera kölluð nasistar eða rasistar. Við erum þjóðernissinnar og vitum það. Hvað aðrir segja er þeirra vandamál.“

Tekið er fram í lok fréttarinnar að sjónarmiðin sem koma fram í þættinum á sunnudag séu alfarið sjónarmið viðmælanda og endurspegla ekki með neinum hætti sjónarmið eða viðhorf þáttastjórnanda eða RÚV. Þátturinn er sem fyrr segir á dagskrá á sunnudag klukkan 20.35.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Í gær

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Í gær

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Í gær

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“