Meðal þeirra úrbóta sem Velferðarvaktin bendir á er að koma upp dagdvöl með snyrtiaðstöðu, sturtu, mat, fataúthlutun, hvíldaraðstöðu og öðrum möguleikum. Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag.
Haft er eftir Regínu Ásvaldsdóttur, sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, að við athugun sviðsins um áramótin hafi komið í ljós að 50 einstaklingar í verulegum vímuefnavanda hafi verið í forgangi fyrir búsetuúrræði. Haft er eftir henni að fimmtungur þeirra sem gisti í gistiskýlinu við Lindargötu og í Konukoti sé með lögheimili utan Reykjavíkur.