fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Ekki missa afFréttir

Gunnar Bragi laug í gær: Man víst eftir kvöldinu á Klaustri – Hlustaðu á upptökuna – „Já, ég man eftir þessu“

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Föstudaginn 25. janúar 2019 17:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, sagði í viðtali á Hringbraut í gærkvöldi að hann muni ekki neitt frá kvöldinu 20. nóvember er hann sat með fimm öðrum þingmönnum á Klaustur Bar. Mikil umræða hefur skapast um hvort mögulegt sé að fara í óminni í 36 klukkustundir og þá telja margir það ótrúverðugt að Gunnar Bragi muni ekkert frá kvöldinu örlagaríka. DV getur hins vegar staðfest að Gunnar Bragi sagði ítrekað að hann myndi eftir því sem átti sér stað þetta kvöld.

DV hefur undir höndum upptöku sem staðfestir að Gunnar Bragi Sveinsson man eftir kvöldinu á Klausturbar. Hana má hlusta á neðst í fréttinni.

Í viðtalinu á Hringbraut sagði Gunnar Bragi:

„Það sem situr einna verst í mér eftir þetta kvöld er í fyrsta lagi það að muna ekki neitt frá því að ég kem inn á bar­inn og einum og hálfum sól­ar­hring eft­ir. Það er algjört „blackout“. Algjört minnis­leysi. Ég hvorki veit hvað ég gerði, ég þurfti að hlusta á upp­tök­urn­ar, ég týndi föt­unum mínum þessa nótt. Það er algjört „blackout“.Það hefur ekki komið fyrir mig áður.“

Þegar DV fékk upptökurnar af Klausturbar hafði blaðamaður strax samband við Gunnar Braga. Blaðamenn höfðu þá aðeins hlustað á brot af upptökunum. Símtal blaðamanns snerist þá um samræðurnar um af hverju Gunnar Bragi hefði skipað Árna Þór Sigurðsson sem sendiherra í Finnlandi á sama tíma og Geir H. Haarde var skipaður í Bandaríkjunum.

Á upptöku sem fylgir fréttinni kveðst Gunnar Bragi ítrekað muna eftir kvöldinu á Klaustri sem stangast á við það sem hann sagði í gær og fluttar voru fréttir af á öllum miðlum. Upptökuna má finna neðst í fréttinni og hefur hún verið stytt um helming. Gunnar Bragi neitaði þá að hafa skipað Árna Þór sendiherra til að draga athyglina frá skipan Geirs. Slíkt yrði aldrei rætt að alvöru við bjórdrykkju.

Blaðamaður spurði Gunnar Braga þann 28. nóvember: Var á einhverjum tímapunkti þar sem  Ólafi Ísleifssyni var boðið að koma yfir í Miðflokkinn og gefa honum kost á að verða þingflokksformaður ef þú myndir samþykkja það.

Gunnar Bragi svaraði hlæjandi: „Ertu ekki að grínast í mér? Heldur þú virkilega að við séum að ræða einhverja svona hluti af alvöru yfir bjór?“

Blaðamaður: Samkvæmt upptökunni sem ég hef.

Gunnar Bragi: Hvað heldur þú að við séum oft búnir að segja við Brynjar Níelsson eða Óla Björn Kárason og fullt af fólki; komið nú í Miðflokkinn. Hvers konar bull er þetta? Það er búið að bjóða mér í annan flokk.

Blaðamaður rakti þá samræður þingmannanna: Sigmundur Davíð segir við Ólaf Ísleifsson, þú verður þingflokksformaður. Við erum að fara að redda þér inn, ég er ekki að grínast. Ég veit að ég er búinn að drekka töluvert af bjór en ég er til í gera þetta á morgun. Ólafur Ísleifsson segir: Ég þarf meiri bjór. Sigmundur Davíð: Sko Beggi, ef Gunnar Bragi er til í þetta, mér er alvara með það Gunnar Bragi þá erum við on.

Gunnar Bragi: Ég er svo aldeilis …

Blaðamaður heldur áfram: Sigmundur segir, tíu fingur til Guðs ef Gunnar Bragi er til í þetta þá …

Gunnar Bragi: Já, ég man eftir þessu.

Blaðamaður: Þú manst eftir þessu?

Gunnar Bragi: Já, við vorum að grínast með þetta maður.

Síðar á upptökunni segir blaðamaður: Þið hljótið að geta útskýrt þetta betur að þetta hafi verið einhver brandari sem enginn hló að.

Gunnar Bragi: Við vorum bara að skemmta okkur, að tala um hitt og þetta.

Blaðamaður: Þetta var sem sagt brandari sem var sagður og þegar Sigmundur Davíð er að tala um þetta þrisvar sinnum og Ólafur Ísleifsson er að tala við hann.

Gunnar Bragi: Heldur þú að ég hafi ekki sagt eitthvað ef að hefði átt að setja mig af sem þingflokksformann?

Blaðamaður: Þú átt ekki að hafa setið þegar það var sagt.

Gunnar Bragi: Ég man bara eftir þessu, já.

Seinna á upptökunni:

Blaðamaður: Ólafur Ísleifsson kannast ekki við þetta boð.

Gunnar Bragi: Þetta er ekki boð heldur …

Blaðamaður: Hann kannast aldrei við að þessi orð verið sögð við sig.

Gunnar Bragi: Það getur vel verið að hann muni það bara ekki. Ég man bara að við vorum að gera grín að þessu?

Þá spurði blaðamaður hvort Gunnari Braga þætti þetta trúverðugt.

Gunnar Bragi: Ég ætla að vona að þú hafir þetta rétt eftir mér.

Gunnar Bragi bætti svo við að lokum:

„Ég man bara að það flaug allur fjandinn þarna en þetta var mjög skemmtilegt hins vegar.“

Upptökuna má heyra hér fyrir neðan. DV reyndi ítrekað að ná í Gunnar Braga án árangurs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Pólitískir fangar unnu fyrir IKEA og nú hefur fyrirtækið ákveðið að greiða bætur

Pólitískir fangar unnu fyrir IKEA og nú hefur fyrirtækið ákveðið að greiða bætur
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Umfangsmikil lögregluaðgerð í Sólheimum – Kona í miklu ójafnvægi með barn og hníf í hendi

Umfangsmikil lögregluaðgerð í Sólheimum – Kona í miklu ójafnvægi með barn og hníf í hendi
Fréttir
Í gær

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Í gær

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu