Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Zenter gerði fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 57 prósent vilja seinka klukkunni um eina klukkustund. Rúmlega 30 prósent sögðust vilja hafa hana óbreytta en fræðslu yrði beitt til að koma fólki fyrr í háttinn. Tæplega 13 prósent sögðust vilja hafa klukkuna óbreytta en skólar, fyrirtæki og stofnanir hæfu starfsemi síðar á morgnana en nú er.
Þetta eru þeir þrír valkostir sem forsætisráðuneytið setti fram í greinargerð um staðartíma hér á landi.
3.100 manns voru í úrtaki Zenter en svarhlutfallið var 41,5 prósent.