fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Sindri ákærður fyrir manndrápstilraun – Stakk Elmar margoft

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 22. janúar 2019 07:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sindri Brjánsson hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir tilraun til manndráps í miðbæ Akureyra þann 3. nóvember síðastliðinn. Hann er ákærður fyrir að hafa ítrekað reynt að stinga Elmar Sveinarsson með stunguvopni. Að hafa stungið Elmar í höfuð og búk og sparkað og slegið í hann. Elmar hlaut tíu stungusár á andliti og líkama og tvö aðskilin höfuðkúpubrot.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Guðmundi St. Guðmundssyni, réttargæslumanni Elmars, að Elmar hafi verið útskrifaður af sjúkrahúsi og sé á hægum batavegi eftir þessa hrottalegu árás. Hann muni bera ör eftir þetta til æviloka og að langan tíma muni taka fyrir hann að vinna úr áfallinu sem hann varð fyrir við árásina.

Guðmundur krefst rúmlega 5 milljóna í skaðabætur fyrir hönd Elmars.

Meðal stungusára Elmars voru 7 til 8 sm langur og djúpur skurður aftan við vinstra kjálkabarð en munnvatnskirtill skarst í sundur við þessa stungu auk kjálkavöðva að hluta og orsakaði stungan slagæðablæðingu. Elmar hlaut annan álíka stóran skurð um vinstra gagnauga í hársverði og náði hann alveg inn að beini.

Fréttablaðið segist hafa heimildir fyrir að árásin hafi átt upptök í deilum Sindra við fyrrum unnustu sína við hraðbanka í miðbæ Akureyrar. Elmar kom þar að og reyndi að stilla til friðar en Sindri var ekki sáttur við það og réðst á hann með fyrrgreindum afleiðingum.

Sindri hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn á heimili sínu en blóðugur hnífur fannst við húsleit heima hjá honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti