fbpx
Sunnudagur 12.janúar 2025
Fréttir

Elísabet Ýr: „Jón Baldvin vill að við gleymum Matthildi og Carmen, Maríu og Margréti“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 19. janúar 2019 20:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sá tími sem þú komst upp með þetta er liðinn,“ segir Elísabet Ýr Atladóttir, femínisti og pistlahöfundur, og beinir orðum sínum til Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi ráðherra. Elísabet gerir yfirlýsingu sem Jón Baldvin fékk birta í fjölmiðlum í gærkvöldi og í morgun að umtalsefni á Facebook-síðu sinni og gefur hún lítið fyrir hana.

Elísabet skrifaði pistil fyrir skemmstu um það hvernig ofbeldismenn eiga það til að ljúga. Hún segir að efni þess pistils sé viðeigandi í ljósi yfirlýsingar Jóns Baldvins og segir hún að hann tikki í öll boxin sem menn nota til að „fegra eða fela brot sín,“ eins og hún orðar það.

„Hann kallar þolendur lygara, geðveikar, talar um hvað annað fólk hefur góðar sögur af honum, að þetta sé fjölskylduharmleikur sem komi engum öðrum við, hann segist hafa beðið um fyrirgefningu en ekki fengið, að aðrar ásakanir hafi verið felldar niður, kennir öðrum um ákvarðanir sem hann segir hafi orsakað hatur dóttur hans gegn honum, hann segist hafa reynt og reynt allskonar sátt en aldrei gengið, að hann hafi verið rændur mannorðinu, hann segir að dómstólar eigi að útkljá svona mál, að þetta sé pólitískur leikur til að klekkja á honum, að hann og hans aðstandendur muni ekki svara ásökunum vegna þess hvað þau eiga erfitt, og talar svo að lokum um hvað það sé nú skelfilegt að menn séu sóttir til saka fyrir einhverjum öðrum en dómstólum.“

Ekki einkamál Jóns Baldvins

Elísabet segir að dóttir Jóns Baldvins, Aldís Schram, sé ekki veik á geði eins og oft hefur komið fram. „Það hlýtur að vera hrein lygi að hún hafi leyft honum taka þessar ákvarðanir með nauðungarvistanir þar sem lögregluskýrslur tala um „aðstoð við erlent sendiráð“ þegar brotist var inn á heimili hennar í eitt skiptið til að þagga niður í henni. Hann lýgur, í þeirri von að enginn leiti aðeins dýpra og tengi saman hvar og hvernig hlutirnir gerðust í raun. Hann gerir ráð fyrir því að fólk muni trúa honum,“ segir hún.

Elísabet segir að með orðum sínum um „fjölskylduharmleik“ sé Jón Baldvin í raun að segja fólki að hætta að skipta sér af, þetta komi því ekki við. „Þetta er leið til að segja fólki að það sé óviðeigandi að skipta sér af ofbeldi, nauðung og kúgun, því það sé ekki beint gegn þeim og komi þeim því ekki við. En ofbeldi, nauðung og kúgun er ekki einkamál, Jón Baldvin. Það kemur okkur öllum við, og við munum svo sannarlega skipta okkur af.“

„Þolandi þá orðinn að geranda“

Elísabet beinir svo orðum sínum að fyrirgefningunni sem Jón Baldvin sagðist hafa leitast eftir en ekki fengið.

„Þolandi þá orðinn að geranda, að neita honum um þessa heilögu fyrirgefningu sem hann heimtaði. Hann hefur þá verið að meina þetta sorrímemmig á meðan hann kærði ákvörðun HÍ á sínum tíma? Ekki mikil iðrun í því að heimta skaðabætur fyrir ákvarðanir sem voru teknar í ljósi þess hvað hafði komið fram um hegðun hans og hátterni í langan tíma.“

Hún segir að lesa megi út úr yfirlýsingunni að almenningur eigi ekki að hafa nein völd til að ákveða hvað er óásættanlegt eða brotlegt. Þetta fær hún út úr ummælum Jóns Baldvins þess efnis að ásakanir hafi verið felldar niður og þær taldar ósannaðar – það sé dómstóla að skera úr um sekt eða sakleysi og enginn annar. „Við eigum að treysta gagnslausu og máttlausu réttarkerfi sem menn eins og Jón Baldvin geta oftar en ekki treyst á að hafi enga leið til að dæma þá né sanna brotin.“

Segir hann ekki fyrirgefningu skilið

Elísabet segir aukinheldur að Jón Baldvin skauti framhjá því að sættir séu ekki mögulegar „þegar hann hefur stundað stórkostlega valdbeitingu gagnvart konu sem hafði enga leið til að verjast þeim“ eins og hún segir.

„Hann á enga fyrirgefningu né sátt skilið. Hann hefur ekkert gert til að eiga það skilið. Það var ekki upp undir honum komið að reyna neinar sættir, þegar hann var gerandinn í þessum málum. Að þykjast hafa reynt sættir er annaðhvort haugalygi eða enn annað valdaspilið þar sem hann reynir að setja þolendur í erfiða stöðu þar sem hann heldur enn stjórn. Það eru engar sættir við menn sem iðrast einskis og láta eins og vandamálið sé allir aðrir en þeir sjálfir.“

Beinir athyglinni aðeins að Aldísi og Guðrúnu

Elísabet segir að þetta sé dæmigert um það hvernig hægt er að afvegaleiða og ljúga á sama tíma.

„En hvernig er það svo, ef við segjum sem svo að við erum öll að drukkna í gerendameðvirkni og trúum þessum augljósu haugalygum og væli, hvernig væri hægt að hunsa allan þann vitnisburð sem hefur komið fram í athugasemdum og samtölum um land allt? Þar sem fólk talar opinskátt um allt sem það hefur séð af hegðun Jóns? Eigum við nokkuð að gleyma því líka hvernig konur hafa talað um ógeðslega áreitni hans þegar hann var í valdastöðu í Hagaskóla?,“ spyr Eísabet sem endar pistilinn á þessum orðum:

„Jón Baldvin er svolítið sniðugur. Hann beinir athygli okkar einungis að Aldísi og Guðrúnu. Hann vill að við gleymum Matthildi og Carmen, Maríu og Margréti og fleiri og fleiri konum sem hafa sagt frá og verið vitni og þolendur áreitninnar sem ALLIR VISSU AF. Hann vill að við gleymum öllum hinum konunum sem hafa sagt frá, og því sem fólk veit og hefur séð og heyrt sagt um hann. En þú getur ekki falið þig lengur, Jón Baldvin. Það vita þetta allir. Og þú getur ekki lengur látið eins og þetta sé fjölskylduharmleikur. Því ég og mun fleiri stöndum með Aldísi, Guðrúnu, Matthildi, Maríu og öllum þeim sem hafa komið fram. Við sjáum í gegnum lygarnar. Sá tími sem þú komst upp með þetta er liðinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigurjón dæmdur í átta ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri konu og syni hennar

Sigurjón dæmdur í átta ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri konu og syni hennar
Fréttir
Í gær

Þéttingaráform í miðborginni samþykkt þrátt fyrir áhyggjur íbúa

Þéttingaráform í miðborginni samþykkt þrátt fyrir áhyggjur íbúa
Fréttir
Í gær

Efling segir SVEIT ætla að njósna um starfsfólk veitingahúsa og hefur kært félagið til Persónuverndar

Efling segir SVEIT ætla að njósna um starfsfólk veitingahúsa og hefur kært félagið til Persónuverndar
Fréttir
Í gær

Fíkniefnaneysla meginorsök banaslyssins í Lækjargötu

Fíkniefnaneysla meginorsök banaslyssins í Lækjargötu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vill ákæra forstöðumenn fyrir framúrkeyrslu

Vill ákæra forstöðumenn fyrir framúrkeyrslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafnfirðingar hrifnir af hrossataði

Hafnfirðingar hrifnir af hrossataði