Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Þar er haft eftir Þórði að bókunarstaðan sé að minnsta kosti jafn góð og í fyrra. Hann segir að verð á gistingu sé orðið „eðlilegra“ og mikil samkeppni sé á markaðnum en það kemur sér vel fyrir ferðamenn. Mikil aukning framboðs á þjónustu í miðborginni á undanförnum árum hafi styrkt Reykjavík sem áfangastað sem sé líklegt til að örva eftirspurnina.
Morgunblaðið hefur eftir Kristófer Oliverssyni, formanni fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, að hótelrekendur séu mjög uggandi vegna hugsanlegra verkfalla.
„Maður hugsar það ekki til enda ef skæruverkföllum verður beitt og reynt að loka fullbókuðum hótelum. Það er mikill ábyrgðarhluti. Því ef gestirnir ná að koma til landsins geta þeir aldrei komið að lokuðum hótelum … Það verður mikill skaði fyrir orðspor okkar og framtíðarafkomu í greininni ef allt fer á versta veg og endar í hörðum átökum.“
Er haft eftir honum.