fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Skattrannsóknarstjóra hótað og reynt að múta honum – Pólitískum afskiptum hótað

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 17. janúar 2019 07:50

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bryndísi Kristjánsdóttur, skattrannsóknarstjóra, hefur verið hótað og reynt hefur verið að múta henni vegna rannsókna sem embætti hennar hefur unnið að. Einnig hefur ættingjum starfsfólks embættisins verið hótað atvinnumissi vegna rannsóknar embættisins. Þá hefur embættinu verið hótað pólitískum afskiptum í einstökum málum.

Þetta kemur fram í viðtali við Bryndísi í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag. Þar er haft eftir Bryndísi að henni hafi verið hótað og reynt hafi verið að múta henni. Hún segir að sönnunarfærsla í málum sem þessum sé erfið enda séu slíkar hótanir yfirleitt ekki settar fram í vitna viðurvist eða skriflegar.

„En þetta er auðvitað bara svona og hluti af þessu. En stofnuninni sem slíkri hefur verið hótað, og okkur hefur verið hótað pólitískum afskiptum í einstökum málum. Ég er ekki að segja að það hafi átt sér stað. En því hefur verið hótað.“

Segir Bryndís sem nefnir eitt dæmi um hvernig reynt var að múta henni:

„Það eru reyndar svolítið mörg ár síðan það var en þá var það þannig að mér var boðið að drekka frítt á einum bar niðri í bæ í eitt ár gegn því að mál yrði fellt niður. Einhverjir hefðu kannski freistast til þess. Þetta er náttúrlega bara hluti af þessu starfi. Það er auðvitað mitt starf og okkar hérna að láta þetta ekkert á okkur fá. Þetta hefur engin áhrif á það hvernig við tökum á málum og hvort við tökum á málum eða ekki. Ég fullyrði það og stend og fell með því. Það eru engin svona afskipti sem hafa áhrif á það hvernig við tökum á málum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Svartir dagar hjá starfsfólki Kamba – Sjötíu sagt upp og fengu ekki greidd laun um mánaðamótin

Svartir dagar hjá starfsfólki Kamba – Sjötíu sagt upp og fengu ekki greidd laun um mánaðamótin
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Gufunesmálið: Þrír sitja núna í gæsluvarðhaldi

Gufunesmálið: Þrír sitja núna í gæsluvarðhaldi
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Vilja kanna jarðgangagerð í Reykjavík

Vilja kanna jarðgangagerð í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Litáískur barnaníðingur kom sér undan refsingu með því að koma til Íslands – Neitar nú að fara aftur heim

Litáískur barnaníðingur kom sér undan refsingu með því að koma til Íslands – Neitar nú að fara aftur heim
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Maður lést í slysinu á Reykjanesbraut í gær

Maður lést í slysinu á Reykjanesbraut í gær
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Skutu hart á meirihlutann fyrir bókun gegn hækkun veiðigjalda – Stórútgerðin hafi rústað starfsemi í sjávarplássunum

Skutu hart á meirihlutann fyrir bókun gegn hækkun veiðigjalda – Stórútgerðin hafi rústað starfsemi í sjávarplássunum
Fréttir
Í gær

Skefur ekki utan af hlutunum – „Við getum ekki treyst Bandaríkjunum“

Skefur ekki utan af hlutunum – „Við getum ekki treyst Bandaríkjunum“
Fréttir
Í gær

Er tollastríð Trump bara byrjunin á stórri áætlun? – Mar-a-Lago-áætlunin

Er tollastríð Trump bara byrjunin á stórri áætlun? – Mar-a-Lago-áætlunin