Fréttablaðið skýrir frá þessu og segist hafa heimildir fyrir að Miðflokkurinn hafi ekki viljað taka þátt í ráðstefnunni að sinni. Því var ákveðið að fresta fundinum og reynt verður að fá alla til að taka þátt í honum síðar.
Fréttablaðið hefur eftir Björgu Evu Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra VG, að rökin fyrir frestuninni hafi verið að Metoo-ráðstefna á þingsetningardegi gæti beint athyglinni að óútkljáðum málum einstaklinga í tveimur flokkum á þingi. Þar á hún við Miðflokkinn og Samfylkinguna.