Það ætlaði allt um koll að keyra á samfélagsmiðlum eftir að Alda Karen Hjaltalín mætti í Kastljós í gærkvöldi. Hún hefur skotist upp á stjörnuhimininn með fyrirlestrum, þar á meðal Live Master Class í Eldborgarsal Hörpu, um hvernig leysa eigi vandamál á borð við ótta og sjálfsvíg. Á föstudaginn verður hún með sjálfshjálparnámskeið í Laugardalshöll, málflutningur hennar er mjög umdeildur en hún hefur meðal annars haldið því fram að fólki dugi að segja „ég er nóg“. Hafa sérfræðingar dregið í efa hæfni hennar til að ráðleggja fólki með andleg veikindi, einnig það siðferðislega álitamál hvort það eigi að taka fé fyrir slíkt. Einnig hefur hún hvatt fólk til þess að kyssa peninga.
Alda Karen mætti Hafrúnu Kristjánsdóttur sálfræðingi í Kastljósi. Hafrún var ómyrk í máli:
„Í fyrsta lagi, það er ekki lausn við sjálfsvígsvanda að segja „ég er nóg“ eins og Alda Karen hélt fram. Því fer fjarri. Það eru fleiri þúsundir fræðimanna búnir að rannsaka þetta. Þetta er rangt. Í öðru lagi, og ég er ekki ein á þessari skoðun, ekki siðferðislega rétt að tala til fólks sem líður illa, með mikla vanlíðan og sjálfsvígshugsanir, og segja „ég er hér með lausnina“. Þetta er bara siðferðislega rangt og mér finnst það ekki rétt að selja fólki svona hugmyndir og taka fyrir það pening.“
Hafrún bætti svo við: „Við vitum það, að svona málflutningur getur orðið til þess að fólki með sjálfsvígshugsanir, og aðstandendum þeirra, getur liðið verr með að heyra að það sé einföld lausn. Þar er þetta bara orðið hættulegt.“
Alda Karen sagði á móti: „Ég er bara sammála þér, ég kom klaufalega að þessu í Íslandi í dag. Ég er ekki leggja neinum lífsreglurnar. Ég kalla þetta lífslykla og ég er eingöngu að deila reynslu minni.“
Varðandi möntruna „ég er nóg“ segir hún það drifkraft í eigin lífi. Hún var 19 ára starfsmaður Saga Film, í draumastarfinu með draumaíbúðina en samt óhamingjusöm. „Það dugði mér að vita að ég er nóg. Ég er að dreifa þessum boðskap.“
Einar Þorsteinsson þáttastjórnandi benti henni á að hún hafi talað um „ég er nóg“ í tengslum við sjálfsvíg áður. Alda Karen sagði að ágóðinn af þeim fyrirlestri hefði runnið til Pieta samtakanna.
Einar: Upplifir þú þig á gráu svæði?
Alda Karen: „Gráu svæði með hvað?“
Einar: Þú hefur ekki bakgrunn…
Alda Karen: „Ég er ekki sálfræðingur, ég er ekki með neina menntun, ég rétt kláraði framhaldsskóla. Ég er bara ung kona að deila því sem ég læri jafnóðum og ég læri það.“
Hafrún sagði í kjölfarið: „Með fullri virðingu, þú ert örugglega frábær fyrirlesari, en þegar þú ert með svona mörg eyru að hlusta þá er ábyrgðarhluti hvað maður segir. Og þegar maður er kominn út í svo alvarleg málefni eins og sjálfsvíg þá verður maður að vanda sig. Það er fátt jafn erfitt og flókið og sjálfsvíg.“
Alda Karen sagði á móti: „Við munum einmitt sífellt reyna að hjálpa fólki og einmitt, með mínum lífslyklum og hjálpartækjum. Það er engin snákaolía.“
Hafrún hafði þetta að segja um möntruna „ég er nóg“: „Það er rosaleg einföldun á flóknum hlutum eins og streitu, þunglyndi, kvíða. Það er mjög mikil einföldun á hlutunum. Möntrur geta verið góðar ef maður er stressaður fyrir þátt eins og þennan, eða fyrir vítakast í handbolta. En þegar kemur að skilgreindum geðröskunum, þá eru hlutirnir ekki svona einfaldir.“
Alda Karen svaraði: „Enda beini ég svoleiðis hlutum til sérfræðinga. Ég get ekkert gert að því að fólk hlusti á mig. Þegar fólk leitar til mín með alvarleg vandamál, þá er ég bara miðillinn þarna á milli og geri mitt besta.“
Einar benti á að Alda Karen tali um lífsbiblíuna, lífslykla og á fyrirlestrum sé boðið upp á tissjú, það minni frekar á trúarsöfnuð en sjálfshjálparfyrirlestur. Alda sagði að hún hefði ekki áhuga á að vera „einhver költ leader“: „Ég hef áhuga á að bæta andlega heilsu.“
Varðandi peningaráðið, að kyssa þá, sagði hún það hafa farið úr böndunum. „Það snýst um að laða að þér það sem þér finnist þú eiga skilið.“
Hafrún sagði það ekki góð skilaboð þrátt fyrir að vera sett fram á jákvæðan hátt: „Þetta er gömul kenning, að laða að þér það sem þú finnist þú eiga skilið. Þetta er í átt við Secret. Þetta er líka ekki endilega góð skilaboð. Því líður illa því það telur sig eiga eitthvað skilið en fær það samt aldrei. Fólk sem getur ekki eignast börn en finnst það skilið að eignast börn, eitthvað slíkt. Og þá, sérstaklega ef það er einhver undirliggjandi vandi, öll svona skilaboð. Það þarf aðeins að hugsa hvað maður er að segja.“
Kastljós kvöldsins pic.twitter.com/W7Q6YAerGf
— Steiney Skúladóttir (@steiney_skula) January 15, 2019
vil bara segja að alda karen er classic brain genius týpan, les eina buzzfeed grein um að “dópamín sé gleðihormónið” og heldur að hún sé búin að unlocka leyndardóm heilans
— valdimar (@mannfjandi) January 15, 2019
Djöfuls froðusnakkur er Alda Karen. Það er eins vinsældir og velgengni toppi allt, menntun, skynsemi, hvað sem er.
— Stefán Máni (@Stefan_Mani_) January 15, 2019
Þegar Alda Karen sagði: „ég er ekki að leggja neinum lífsreglurnar — ég kalla þetta lífslykla“ þá fattaði ég þetta var í raun Jón Gnarr leika konu að hringja inn í Smásálina.
— Kristján Gauti (@kristjangauti) January 16, 2019
Þegar ég kláraði að lesa íþróttafréttir áðan stóð Alda Karen í dyragættinni á stúdíóinu. Hún sagði „Geggjað!“ og gaf mér tvo þumla. Ég átta mig ekki enn á hvort þetta hafi verið ímyndun eða raunveruleiki.
— Edda Sif Pálsdóttir (@EddaSifPalsd) January 15, 2019
Það er alltaf fólk sem vill græða pening á því að segja þér hvað þú ert mikill lúser og að vandamál þín stafi af því.
— Kratababe93 (@ingabbjarna) January 15, 2019
Ég hef fundið lausnina við alkóhólisma. Í staðinn fyrir að panta þér annan drykk þá segiru bara við sjálfan þig: „þetta er nóg“
— Jónas Már (@JTorfason) January 15, 2019
Alda er í bobba. Hún fjallar um sjálfsvíg af því að þau eru svo útbreidd. Sem er satt. Hefur patentlausn. Gott og vel. En síðan erum við svo mörg sem höfum reynt að drepa okkur en klúðrað því. Kannski oft. Og auðvitað sármóðgumst við. Sáum hvorki lausnina né tókst ætlunarverkið.
— Kōtt Grā Pje (@KottGraPje) January 15, 2019
— bjór á þriðjudegi (@ingovedurgud) January 15, 2019
Er fólk ennþá á því að þeir sem gagnrýna Öldu Kareni hati bara alla sem ná árangri í lífinu? Skyldu-disclaimer: Hún er samt mjög dugleg og klár og frábær og æðisleg og er að gera magnaða hluti. Hún er stórkostleg.
— Alexander Einarsson (@alexander_freyr) January 15, 2019
Þetta *mhmm* Einars Þorsteins þegar að Alda Karen lauk máli sínu súmmeraði fullkomlega upp þennan Kastljósþátt
— Dagur Skírnir (@DagsiOdins) January 15, 2019
Topical. pic.twitter.com/HHXucdKV3O
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) January 16, 2019
Ég ætla ekki að koma með yfirlýsingu varðandi Öldu Karens málið.
— virkur á forritinu (@SiffiG) January 15, 2019
Ég er ennþá að hugsa um þetta viðtal. Rök, rannsóknir, ábyrgð og siðferði vs blah. Þetta var eiginlega 20 mín auglýsing um gildi menntunar.
— Dr. Sunna Simonardottir (@sunnasim) January 15, 2019
Kona kemur með vandró staðhæfingu um sjálfsvíg:
„Djöfulsins fáviti með heilann í klósettinu!!”
Karl talar um hvernig það ætti að þvinga konur til að giftast körlum:
„Hann meinar þetta ekki þannig, þú ert að misskilja hann, þetta meikar sense ef þú horfir á 3000 klst af efni”
— Elísabet Ýr (@Nethetjan) January 15, 2019
Ég er nóg, ég meina, ég er búinn að fá nóg af Öldu Karen bröndurum. Takk twitter. ?
— Snæbjörn (@artybjorn) January 15, 2019
get ekki beðið eftir að þetta öldu karenar dæmi verði búið svo við getum fundið næsta íslending til að tæta í okkur á netinu
— Oddur Kristjánsson (@Oddur_) January 16, 2019