fbpx
Fimmtudagur 16.janúar 2025
Fréttir

Engin miskunn á Twitter vegna Öldu Karenar í Kastljósi: „Ég er bara ung kona að deila því sem ég læri“

Hjálmar Friðriksson, Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 16. janúar 2019 09:44

Alda Karen Hjaltalín og Hafrún Kristjánsdóttir. Samsett mynd/Skjáskot af vef RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það ætlaði allt um koll að keyra á samfélagsmiðlum eftir að Alda Karen Hjaltalín mætti í Kastljós í gærkvöldi. Hún hefur skotist upp á stjörnuhimininn með fyrirlestrum, þar á meðal Live Master Class í Eldborgarsal Hörpu, um hvernig leysa eigi vandamál á borð við ótta og sjálfsvíg. Á föstudaginn verður hún með sjálfshjálparnámskeið í Laugardalshöll, málflutningur hennar er mjög umdeildur en hún hefur meðal annars haldið því fram að fólki dugi að segja „ég er nóg“. Hafa sérfræðingar dregið í efa hæfni hennar til að ráðleggja fólki með andleg veikindi, einnig það siðferðislega álitamál hvort það eigi að taka fé fyrir slíkt. Einnig hefur hún hvatt fólk til þess að kyssa peninga.

Alda Karen mætti Hafrúnu Kristjánsdóttur sálfræðingi í Kastljósi. Hafrún var ómyrk í máli:

„Í fyrsta lagi, það er ekki lausn við sjálfsvígsvanda að segja „ég er nóg“ eins og Alda Karen hélt fram. Því fer fjarri. Það eru fleiri þúsundir fræðimanna búnir að rannsaka þetta. Þetta er rangt. Í öðru lagi, og ég er ekki ein á þessari skoðun, ekki siðferðislega rétt að tala til fólks sem líður illa, með mikla vanlíðan og sjálfsvígshugsanir, og segja „ég er hér með lausnina“. Þetta er bara siðferðislega rangt og mér finnst það ekki rétt að selja fólki svona hugmyndir og taka fyrir það pening.“

Hafrún bætti svo við: „Við vitum það, að svona málflutningur getur orðið til þess að fólki með sjálfsvígshugsanir, og aðstandendum þeirra, getur liðið verr með að heyra að það sé einföld lausn. Þar er þetta bara orðið hættulegt.“

Alda Karen sagði á móti: „Ég er bara sammála þér, ég kom klaufalega að þessu í Íslandi í dag. Ég er ekki leggja neinum lífsreglurnar. Ég kalla þetta lífslykla og ég er eingöngu að deila reynslu minni.“

Varðandi möntruna „ég er nóg“ segir hún það drifkraft í eigin lífi. Hún var 19 ára starfsmaður Saga Film, í draumastarfinu með draumaíbúðina en samt óhamingjusöm. „Það dugði mér að vita að ég er nóg. Ég er að dreifa þessum boðskap.“

Einar Þorsteinsson þáttastjórnandi benti henni á að hún hafi talað um „ég er nóg“ í tengslum við sjálfsvíg áður. Alda Karen sagði að ágóðinn af þeim fyrirlestri hefði runnið til Pieta samtakanna.

Einar: Upplifir þú þig á gráu svæði?

Alda Karen: „Gráu svæði með hvað?“

Einar: Þú hefur ekki bakgrunn…

Alda Karen: „Ég er ekki sálfræðingur, ég er ekki með neina menntun, ég rétt kláraði framhaldsskóla. Ég er bara ung kona að deila því sem ég læri jafnóðum og ég læri það.“

Hafrún sagði í kjölfarið: „Með fullri virðingu, þú ert örugglega frábær fyrirlesari, en þegar þú ert með svona mörg eyru að hlusta þá er ábyrgðarhluti hvað maður segir. Og þegar maður er kominn út í svo alvarleg málefni eins og sjálfsvíg þá verður maður að vanda sig. Það er fátt jafn erfitt og flókið og sjálfsvíg.“

Alda Karen sagði á móti: „Við munum einmitt sífellt reyna að hjálpa fólki og einmitt, með mínum lífslyklum og hjálpartækjum. Það er engin snákaolía.“

Hafrún hafði þetta að segja um möntruna „ég er nóg“: „Það er rosaleg einföldun á flóknum hlutum eins og streitu, þunglyndi, kvíða. Það er mjög mikil einföldun á hlutunum. Möntrur geta verið góðar ef maður er stressaður fyrir þátt eins og þennan, eða fyrir vítakast í handbolta. En þegar kemur að skilgreindum geðröskunum, þá eru hlutirnir ekki svona einfaldir.“

Alda Karen svaraði: „Enda beini ég svoleiðis hlutum til sérfræðinga. Ég get ekkert gert að því að fólk hlusti á mig. Þegar fólk leitar til mín með alvarleg vandamál, þá er ég bara miðillinn þarna á milli og geri mitt besta.“

Einar benti á að Alda Karen tali um lífsbiblíuna, lífslykla og á fyrirlestrum sé boðið upp á tissjú, það minni frekar á trúarsöfnuð en sjálfshjálparfyrirlestur. Alda sagði að hún hefði ekki áhuga á að vera „einhver költ leader“: „Ég hef áhuga á að bæta andlega heilsu.“

Varðandi peningaráðið, að kyssa þá, sagði hún það hafa farið úr böndunum. „Það snýst um að laða að þér það sem þér finnist þú eiga skilið.“

Hafrún sagði það ekki góð skilaboð þrátt fyrir að vera sett fram á jákvæðan hátt: „Þetta er gömul kenning, að laða að þér það sem þú finnist þú eiga skilið. Þetta er í átt við Secret. Þetta er líka ekki endilega góð skilaboð. Því líður illa því það telur sig eiga eitthvað skilið en fær það samt aldrei. Fólk sem getur ekki eignast börn en finnst það skilið að eignast börn, eitthvað slíkt. Og þá, sérstaklega ef það er einhver undirliggjandi vandi, öll svona skilaboð. Það þarf aðeins að hugsa hvað maður er að segja.“

Það voru hörð viðbrögð á Twitter í kjölfar viðtalsins:

Alda Karen var grilluð

Las eina grein

Froðusnakkur

Í raun Jón Gnarr

Edda Sif sá Öldu Karen

Fólk sem vill græða pening…

Patentlausn

Alda í bobba

Sigurpáll getur bara hent þessu lyfjum í ruslið

Sumir komu henni til varnar

Punkturinn yfir I-ið

Viðeigandi

Siffi neitar að tjá sig

Doktor segir viðtalið auglýsingu fyrir menntun

Elísabet Ýr telur að viðbrögð fólks séu verri þar sem hún er kona

Snæbjörn hefur fengið nóg

Þetta mun gerast sirka á föstudaginn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Senda þriggja ára stúlku úr landi rétt fyrir lífsnauðsynlega aðgerð – „Mikil hætta er á að Emma verði alvarlega fötluð“

Senda þriggja ára stúlku úr landi rétt fyrir lífsnauðsynlega aðgerð – „Mikil hætta er á að Emma verði alvarlega fötluð“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Norðurkóreskir hermenn sagðir beittir þrýstingi til að svipta sig lífi

Norðurkóreskir hermenn sagðir beittir þrýstingi til að svipta sig lífi
Fréttir
Í gær

Páll ekki hrifinn af „derringi“ Halldórs Benjamíns – Myndi ekki henta sem formaður Sjálfstæðisflokksins

Páll ekki hrifinn af „derringi“ Halldórs Benjamíns – Myndi ekki henta sem formaður Sjálfstæðisflokksins
Fréttir
Í gær

Nýjustu refsiaðgerðir Biden gegn Rússlandi eru sagðar „gjöf“ til Trump

Nýjustu refsiaðgerðir Biden gegn Rússlandi eru sagðar „gjöf“ til Trump