fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

10 ára áskorunin: Saklaus samfélagsmiðlaleikur eða útsmogið trikk?

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 16. janúar 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

10 ára áskorunin – Saklaus samfélagsmiðla áskorun, eða kræf tilraun til að afla gagna um áhrif öldrunar?

Ef þú notar samfélagsmiðla reglulega þá ætti 10 ára áskorunin ekki að hafa farið framhjá þér síðustu daga. Í áskoruninni deila notendur tveimur myndum af sér, önnur nýleg og hin frá því um 10 árum síðan. En er þessi áskorun öll þar sem hún er séð?  Kate ONeil heldur ekki. Kate er frumkvöðull með sérfræðiþekkingu í tæknimálum og hún vill meina að áskorunin sé úlfur í sauðargæru.

Hún viðraði áhyggjur sínar fyrsta á Twitter en eftir að sakleysislegt tíst hennar, sett fram í léttri kaldhæðni, tók á flug á samfélagsmiðlum og þúsundir manns tjáðu sig um tístið, annað hvort til að mótmæla eða til að samsinna.

Tístið hljómaði svona : „Ég fyrir 10 árum: Hefði líklega tekið þátt í öldrunar áskoruninni á Facebook og Instagram. Ég núna : velti fyrir mér öllum leiðum sem þessi gögn gætu verið nýtt til að þjálfa andlitsgreiningar algóriþma í öldrun og aldursgreiningu.“

Í kjölfar þess að tístið komst á flug skrifaði Kate pistil á Wired þar sem hún veltir fyrir sér 10 ára áskoruninni.

Í pistlinum segir Kate að það hafi ekki verið ætlun hennar að halda því fram að téð áskorun væri hættuleg eða að tilgangur hennar væri vafasamur, heldur vildi hún hvetja notendur samfélagsmiðla til að vera meðvitaðir um þau gögn og þær upplýsingar sem þeir hiklaust deila á slíkum miðlum.

10 ára áskorun kjörin til að kenna algóriþmum öldrun

Algengustu mótmælin við tístið hennar segir Kate að hafi verið að myndirnar sem nýttar væru í áskoruninni séu myndir sem þegar hafi verið dreift.  Því svaraði Kate :

„Ímyndaðu þér að þú viljir þjálfa algóriþma í greiningu á andlitum og hvernig þau taka breytingu með aldrinum (Það er hvernig fólk muni líta út í framtíðinni). Þá myndir þú helst vilja ítarleg og víðtæk gögn samansett úr mörgum ljósmyndum af fólki. Það myndi hjálpa þér við verkið að vita nokkurn veginn hversu langur tími leið á milli myndanna, til dæmis 10 ár.  Þú gætir vissulega grafið eftir notendamyndum á Facebook og leitað eftir því hvenær þeim var hlaðað upp. […] Fólk hleður ekki endilega upp myndum í tímaröð, og það er ekki óalgengt að notendur séu með myndir af einhverju allt öðru sem notendamynd. Ég leit í fljótu bragði yfir notendamyndir Facebook vina minna og sá þar einn vin sem var með mynd af hundi sem hann missti nýlega, nokkrir voru með teiknimyndir, orðmyndir, myndir af mynstrum og svo framvegis.  Með öðrum orðum þá myndi það aðstoða þið við ætlunarverkið ef þú hefir hreinar og beinar, einfaldlega merktar myndir sem sýna einstaklinginn núna og þá.“

Þökk sé þessari áskorun hafa orðið til mikið magn af gögnum, myndir af einstaklingum núna og  myndir frá því fyrir 10 árum síðan.

Algóriþmar eru nægilega þróaðir til að greina andlit á myndum. Ef þú hefðir hlaðið inn myndum af ketti, einni nýrri og einni 10 árum eldri, eins og einn vinur minn gerði svo eftirminnilega, þá væri auðveldað henda þeirri mynd úr gagnabankanum.“

Jafnvel ef þessi tiltekna áskorun hafi ekki haft neinn huldan tilgang, svo sem gagnaöflun, þá segir Kate veruleikann vera þann að slíkt hafi oft verið gert. Margar áskoranir, leikir og því um líkt á samfélagsmiðlum hafi verið komið á laggirnar gagngert til að afla notendaupplýsinga. Dæmi um þetta væri gagnaöflun Cambridge Analytica þar sem gagna ríflega 70 milljónum bandarískra facebook notenda var aflað.

Í hvaða tilgangi má nýta aldursgreiningu ?

Ástæður fyrir því að vilja þjálfa algóriþma í andlitsgreiningu segir Kate að geti verið alls kyns. Nefnir hún þrjú ólík not fyrir slíka greiningu, ein forsvaranleg, ein ófrumleg og ein áhættu.

Notkun á aldursgreiningu er forsvaranleg þegar henni er beitt til að hafa uppi á horfnum mönnum, einkum börnum. „Lögreglan í Nýju Delí, Indland, segist hafa haft upp á um þrjú þúsund horfnum börnum á einungis fjórum dögum með því að nota andlitsgreiningu.“ Börn sem hefðu verið týnd í lengri tíma hefðu þó breyst í útliti og því væri gagnlegt við slíka leit ef algóriþmar gætu reiknað með öldrun barnanna.“

Ófrumleg not á aldursgreiningu væri í auglýsingarskyni. Persónusniðnar auglýsingar gætu þá tekið mið af aldri notenda sem og sjáanlegum andlitslýtum eða vandamálum.

Áhættusöm not aldursgreiningar væri aftur á móti eitthvað sem væri notað gegn notendunum. Tryggingafélög gætu nýtt sér slíka algóriþma til að kanna umsækjendur um tryggingar. Ef viðkomandi væri til dæmis að eldast verr heldur en jafnaldrar þá gæti það haft áhrif á áhættumat tryggingafélagsins og leitt til þess að notanda yrði hafnað um tryggingar eða látinn greiða hærra verð. Lögreglan gæti einnig nýtt sér slíka tækni í örðum tilgangi heldur en að handsama grunaða menn, til dæmis til að ná mótmælendum og vandræðagemlingum.

Kate segir fólk þó ekki þurfa að vera hrætt við tæknina. Með aukinni tækni sé hægt að bæta heiminn, en menn verða líka að gera sér grein fyrir hvernig tæknin getur að sama bragði gert heiminn verri.

„Hvaðan sem áskorunin kom eða hvaða ásetningur liggur henni að baki verðum við að verða meira meðvituð um þau gögn sem við búum til og látum frá okkur, hver fær aðgang að þeim og hvaða þýðingu notkun þeirra hefur.“

„Mannfólkið er stærsta gagnauppspretta tæknigeirans í öllum heiminum. Við ættum öll að vera meðvituð um það og haga lífi okkar samkvæmt því.“

 

En hvað finnst íslenskum tæknispekúlöntum ?

Guðmundur Jóhannsson. Skjáskot af vef RÚV

Blaðamaður bar þessar hugmyndir Kate undir Guðmund Jóhannesson, sérfræðing í tæknimálum.

„Það gleymist oft, sérstaklega með Facebook, að við erum varan. Facebook vill vita allt um okkur og þeir deila ákveðnum grunnupplýsingum um okkur, með öllum þeim sem geta tengst opinberlega inn í facebook í gegnum eitthvað app eða einhverja vefþjónustu.“

Þegar kemur að 10 ára áskoruninni telur Guðmundur ástæðulaust að óttast. Flestir séu að hlaða upp myndunum sjálfir beint á Facebook síðu sína, en noti ekki aðstoðar þriðja aðila. Hann rifjar þó upp að nýlega hafi verið vinsælt á samfélagsmiðlum að notendur deildu hvaða frægu manneskju þeir líktust. Til að komast að því þurfti að fara út af Facebook og hlaða inn mynd í forrit sem svo sendi til baka mynd af frægri manneskju.

„Þá ertu búinn að gera þetta í gegnum þriðja aðila. Hann fær myndina þína og þaðan fer það yfir á Facebook. Ef þú setur myndina bara sjálfur beint inn á Facebook eru þínar öryggisstillingar að stýra því hvort einhver annar geti séð myndirnar.“

Guðmundur bendir á að Facebook hafi ekki lengur heimild til að deila myndunum með þriðja aðila án upplýst samþykkis notandans.  „Ef við horfum til Íslands, þá mega Facebook ekki deila neinu gögnum með þriðja aðila nema með þínu samþykki út af GDPR-persónuverndarlögunum sem tóku gildi í sumar.“

Með nýju persónuverndarlögunum er tekið fyrir vinnslu persónuupplýsinga við þriðja aðila nema með samþykkis notenda. Ekki nægi til að notandi hafi ekki sérstaklega bannað slíka vinnslu heldur þarf nú að fá samþykki notenda fyrir henni.

Klárir algóriþmar þekkja þig

Algóriþmar eru orðnir klárir og Facebook notar myndirnar okkar sem greiningargögn. Þegar myndum er hlaðað upp eru algóriþmar Facebook farnir að þekkja hvaða andlit komi fyrir á myndunum. „Þegar þú hleður upp mynd af þér og bestu vinkonu þinni þá spyr Facebook : Á ég að merkja Jónu Jónsdóttur á myndina?, því þeir vita hver það er og eru búnir að læra allt um viðkomandi,“ segir Guðmundur og bendir þar á óhugnalega staðreynd. Samfélagsmiðlar þekkja okkur á myndum og samkvæmt grein Kate gæti verið stutt í að samfélagsmiðlar viti hvernig við munum líta út í framtíðinni. Guðmundur bendir einnig á að samfélagsmiðlar beini persónusniðnum auglýsingum til okkar út frá áhugasviði vina okkar.

„Það er oft talað um að Facebook sé að hluta á mann, en þetta hefur verið greint nokkuð vel. Þú getur sagt að Facebook hafi ekki aðgang að hljóðnemanum þínum sen samt gerist þetta. Það sem menn vilja meina að sé að gerast er að þegar tveir aðilar hittast og eru saman í einhvern tíma og aðili A var sannarlega með áhuga á jógamottum. Þá er hægt að nota þá staðreynd til að reyna að selja aðila B jógamottu. Þeir reyna, í gegnum tengslanetið þitt, að markaðssetja til þín út frá áhugasviði þeirra sem líklega eru vinir þínir.“

Þó Guðmundur sé ekki sammála Kate um annarlegan tilgang 10 ára áskoruninnar þá eru þau þó sammála um að notendur samfélagsmiðla þurfi að vakna og verða meðvitaður um hvaða upplýsingar og gögn þeir setji á netið. Guðmudnur segir:„Maður á alltaf að hugsa hvað maður er að setja af gögnum á netið. Sama hvaða miðli maður er á.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt