Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Lilju að hugmyndin sé að til verði fjárhagslegur hvati úr LÍN í afmarkaðan tíma til að auka aðsókn í kennaranám. Hún segir að þetta þurfi ekki endilega að fela í sér mismunun gagnvart þeim sem stunda nám í öðrum greinum. Norðmenn notist við svipað fyrirkomulag og hafi það mælst vel fyrir.
Stefnir Lilja á að lagafrumvarp um þetta verði tilbúið í haust auk þess sem aðgerðahópur, sem hún skipaði nýlega, vinnur að því að bæta starfsumhverfið almennt.