fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Ómar kærir árás dyravarða á Kiki: „Þau lokuðu dyrunum og þarna réðust þau öll á mig“

Auður Ösp
Sunnudaginn 13. janúar 2019 11:30

Ómar Alejandro Segist hafa orðið fyrir árás fimm dyravarða.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ómar Alejandro Waldosson segist hafa orðið fyrir fólskulegri líkamsárás af hálfu fimm dyravarða á  skemmtistaðnum Kiki þann 11. ágúst síðastliðinn. Ástæðuna telur hann vera persónulegar deilur á milli hans og eins af starfsmönnum staðarins. Hann hefur lagt fram kæru á hendur staðnum og hyggst leita réttar síns. Eigandi Kiki vísar ásökunum á bug.

Engar öryggismyndavélar nálægt

Í samtali við DV segist Ómar lengi hafa verið fastagestur á Kiki og vel þekktur á meðal starfsfólksins. Hann hafi verið kunningi barþjóns á staðnum en síðan hafi slest upp á vinskapinn. Hann segir að deilurnar og leiðindin á milli hans og umrædds starfsmanns hafi átt einhvern þátt í því að hann varð fyrir líkamsárás á Kiki þetta umrædda kvöld.

„Þegar ég kom inn á Kiki þá fóru dyraverðirnir að elta mig út um allt og létu mig ekki í friði. Það var mjög óþægilegt. Ég ákvað þess vegna að fara til barþjónsins, af því að ég mér fannst líklegt að hann hefði eitthvað með þetta að gera. Hann fór með mig afsíðis svo við gætum spjallað saman og tók mig með sér inn í litla kompu sem er nálægt anddyrinu. Mér fannst það frekar skrítið af því að við höfðum aldrei farið þangað til að tala saman, við töluðum alltaf saman úti á reykingasvæðinu,“ segir Ómar og bætir við að inni í kompunni séu skiljanlega engar öryggismyndavélar.

Skemmtistaðurinn Kiki Ljósmynd: Google Earth.

„Við náðum samt eiginlega ekkert að spjalla af því að skyndilega var bankað á hurðina og ég heyrði í dyravörðunum fyrir utan. Allt í einu ruddust fjórir dyraverðir inn, ásamt konu sem starfar sem dyravörður á staðnum, en var ekki á vakt þetta kvöld. Þau lokuðu dyrunum og þarna réðust þau öll á mig, lömdu mig í andlitið mörgum sinnum og spörkuðu í mig. Það var líka haldið fyrir muninn á mér og ég var tekinn hálstaki. Ég gat ekkert varið mig. Þú getur ímyndað þér hvernig það er að vera laminn af mönnum sem eru þjálfaðir í fangbrögðum. Ég hélt að líf mitt myndi bara enda þarna. Þetta stóð yfir í margar mínútur.“

Ómar segir að dyraverðirnir hafi síðan loksins byrjað að sleppa tökunum og draga úr barsmíðunum þannig að hann náði að losa sig. Hans viðbrögð hafi þá verið að sparka frá sér, en hann segist hafa verið ringlaður og hræddur á þessu augnabliki.

Ómar Alejandro
Gat ekki varið sig Lögreglan skarst í leikinn eftir nokkrar mínútur.

„En akkúrat þá kom lögreglan og sá þetta. Dyraverðirnir sögðu þá auðvitað að ég hefði ráðist á þá, sem er auðvitað ekki rétt.“

Læstur inni í 12 klukkustundir

Ómar var í kjölfarið handtekinn og færður í fangaklefa. Hann segir:

„Lögreglan gaf mér ekki einu sinni tækifæri á að tjá mig eða verja mig, þeir drógu mig út í bíl og héldu mér niðri á gólfinu í löggubílnum. Þetta var ótrúlega niðurlægjandi. Tveir af þeim stigu ofan á bakið á mér. Þeir gerðu grín að mér, gerðu grín að hreimnum mínum og sögðu að ég ætti að læra að tala íslensku. Ég missti allt álit á lögreglunni þarna.“

Ómar segist hafa þurft að dvelja í fangaklefa á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í tólf  klukkustundir samfleytt, án þess að fá vott eða þurrt. Hann hafi verið í miklu áfalli.

„Þegar mér var loksins sleppt þá gat ég varla talað eða gengið. Síminn var straumlaus og ég gat ekkert hringt. Ég gekk frá lögreglustöðinni og alla leið upp á Hringbraut þar sem strætóbílstjóri gaf mér far upp á spítalann í Fossvogi. Ég var allur sjúskaður og illa farinn.“

Ómar fékk áverkavottorð á bráðamóttöku en hann reyndist vera tognaður í baki og með bólgur og marbletti víða um líkamann. Hann segist hafa liðið miklar þjáningar bæði vegna framkomu starfsfólks Kiki og vegna framkomu lögreglunnar þetta kvöld.

„Ég er greindur með kvíðaröskun og þunglyndi. Ég var beittur ofbeldi í æsku sem hefur haft mikil áhrif á líf mitt og ég hef verið í endurhæfingu vegna þess. Þetta vakti þess vegna upp margar vondar tilfinningar. Þessi árás skemmdi mjög stóran part af endurhæfingunni.“

Ómar tjáði sig um atvikið inni á lokuðum hópi á Facebook, sem ætlaður er samkynhneigðum karlmönnum. Hann segir fjölmarga hafa ritað athugasemd undir færsluna og tjáð sig um neikvæða reynslu af skemmtistaðnum Kiki.

Eigandi Kiki hafi síðan sjálfur skrifað athugasemd undir færsluna og sagt að umræddir starfsmenn yrðu sendir í leyfi þar til málið væri búið. Það hafi hins vegar ekki verið gert.

„Það er mjög neikvætt viðhorf til staðarins innan „gay“ samfélagsins. Margir sem hafa upplifað áreiti, ofbeldi, hommafóbíu og leiðinlega þjónustu.“

Ómar Alejandro
Ómar Alejandro

Vill ná fram réttlæti

Ómar hefur nú lagt fram kæru á hendur Kiki og einstaklingunum fimm vegna málsins og krefst miskabóta. Aðspurður segist hann hafa drukkið áfengi þetta kvöld, en hann hafi þó alls ekki verið dauðadrukkinn.

„Vinir mínir geta staðfest það. Ég hef aldrei á ævinni verið blekaður, enda finnst mér það niðurlægjandi. Ég vil geta haft stjórn á mér. Ég er með vitni sem segjast hafa heyrt dyraverðina vera að monta sig af því að hafa náð að berja mig. Ég vil ná fram réttlæti og ég vil vara aðra við þessum stað.“

Harma atburðarásina

DV hafði samband við Árna Grétar Jóhannsson, annan eigenda Kiki, og sendi hann frá sér meðfylgjandi yfirlýsingu vegna málsins.

Yfirlýsing Kiki Queer Bar í heild sinni:

„Kiki Queer Bar er ekki og verður aldrei staður þar sem ofbeldi af neinu tagi verður liðið, hvort sem það er af hendi starfsmanna eða gesta. Við hörmum þá atburðarás sem átti sér stað umrætt kvöld en kjósum að láta lögreglu og dómstóla um að úrskurða endanlega í þessu máli, verandi rétta og hlutlausa leiðin að niðurstöðu.

Okkar viðbrögð voru strax á þá leið að setja umrædda starfsmenn í tímabundið leyfi meðan rætt var við allt starfsfólk hússins sem var að störfum umrætt kvöld og hlýða á þeirra frásögn af aðdraganda, atviki og eftirmálum. Var þeirra samróma frásögn ekki á nokkurn hátt í samræmi við frásögn meints brotaþola.

Í kjölfarið höfum við farið í að skerpa á okkar áherslum til þess að Kiki Queer Bar geti ávallt verið sem öruggastur áfangastaður í næturlífi Reykjavíkur. Okkar markmið er og verður ávallt örugg skemmtun fyrir alla, sama hvaða rönd regnbogans okkar gestir tilheyra.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Egill Þór er látinn
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Í gær

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“