fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fréttir

Íslenskum unglingum hefur aldrei liðið verr

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. janúar 2019 06:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskum unglingum hefur aldrei liðið verr en þessa dagana. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar á heilsu og lífskjörum grunnskólanema. Þær sýna að tæplega 40% nemenda í tíunda bekk finna fyrir depurð vikulega eða oftar, 38% glíma við svefnörðugleika og 17% segjast oft eða mjög oft vera einmana.

Morgunblaðið skýrir frá þessu. Haft er eftir Ársæli Má Arnarsyni, prófessor við Menntavísindasvið HÍ, að augljóst sé að líðan unglinga hafi aldrei verið verri en núna og að þróunin sé ekki í rétta átt. Hann segir að ýmsar ástæður séu líklega fyrir þessu, þar á meðal streita í samfélaginu sem brjótist út sem kulnun, kvíði og þunglyndi hjá fullorðnum. Vanlíðan barna og ungmenna sé oft af sömu ástæðu en birtingarmyndin sé önnur.

Hann segir að ástæða sé til að gefa svefnmynstri barna og ungmenna gaum því svefn skipti miklu máli og hafi áhrif á ýmsa þætti sem valdi vanlíðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri sparkaði í andlit lögreglumanns

Maður á sjötugsaldri sparkaði í andlit lögreglumanns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fluttu tæplega þúsund töflur af stórhættulegu efni til landsins

Fluttu tæplega þúsund töflur af stórhættulegu efni til landsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Aukin viðskipti ESB og Kína – „Vestrið eins og við þekktum það er ekki lengur til,“ segir von der Leyen

Aukin viðskipti ESB og Kína – „Vestrið eins og við þekktum það er ekki lengur til,“ segir von der Leyen
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“