Myndband sem Þórarinn Svavarsson, bóndi í Borgarnesi, deildi í gær Facebook hefur vakið talsverða athygli. Þar má sjá bónda skjóta mótmælendur úr röðum grænmetisæta og svo undirbúa að slátra einum þeirra. Myndbandið er að sjálfsögðu grín og hefur vakið kátínu margra, þar á meðal kjötæta. Grínið þykir þó nokkuð gróft og til marks um það segir ein kjötæta innan hóp þeirra á Facebook: „Kannski full langt gengið!“
Myndbandið má sjá hér fyrir neðan en í byrjun má sjá nokkrar grænmetisætur mótmæla fyrir utan hús bónda. „Dýr eru líka menn, látið dýrin í friði,“ hrópa þau. Bóndi birtist í dyrunum vopnaður, miðar og kallar: „Hvaða djöfulgangur er þetta!“ Síðan hleypir hann af.
Þórarinn segir í samtali við DV að myndbandið sé frá þorrablóti frá því í fyrra. Hann segist ekki hafa enn fengið neikvæð viðbrögð frá grænmetisætum. „Nei, ekki sem ég hef séð. En ég hef svo sem ekki fylgst með því. Ég er ekki inn á Vegan Íslands,“ segir Þórarinn og hlær. Aðspurður segist hann þó alls ekki vera í nöp við grænmetisætur.
„Mér finnst það bara ljómandi gott að þetta fólk geri það sem það vill. Ég hef enga sérstaka skoðun á því.“
https://www.facebook.com/1689450263/videos/1646266851756