Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Grétu Maríu Grétarsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar, að svikamál komi í sífellu upp. Mikið sé um að stolið sé úr verslunum og falsaðir seðlar finnist með nokkurra vikna millibili.
Í verslunum Krónunnar hafa fyrrgreindir pennar verið við alla afgreiðslukassa í tæpt ár og segir Gréta þá vera ódýrt öryggistæki. Nokkrum sinnum hafi fólk verið stöðvað sem hafi ætlað að nota falsaða seðla. Þá hringi starfsmaður í vaktstjóra til að láta vita en yfirleitt láti sé sem framvísaði seðlunum sig þá hverfa að sögn Grétu. Hún sagði að einnig hafi saklaust fólk komið með seðla sem það hefur fengið til baka í öðrum verslunum.
Það eru aðallega 5.000 og 10.000 króna seðlarnir sem starfsfólkið athugar. Alltaf komast þó nokkrir seðlar í gegn og uppgötvast það þá í bankanum.