fbpx
Mánudagur 02.desember 2024
Fréttir

Theodór leitar að hlerunarbúnaði eins og James Bond: „Við höfum fundið myndavélar og míkrófóna þar sem er ásetningur“

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 4. janúar 2019 12:00

Samsett mynd/Skjáskot úr kvikmyndinni From Russia with Love.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Securitas hefur fundið hlerunarbúnað og faldar myndavélar í fundarherbergjum íslenskra fyrirtækja, bæði litlum og stórum, það getur verið allt frá litlum hljóðnemum upp í hátæknilegan búnað sem afritar tölvur um leið og það er tekið upp hljóð. Theodór Carl Steinþórsson, deildarstjóri vöruþróunar hjá Securitas, sagði í þættinum Bítið á Bylgjunni í morgun að Securitas noti búnað til að fara yfir herbergi „eins og James Bond“. Það séu dæmi um að faldar myndavélar hafi fundist á hótelherbergjum og hann sjálfur athugi alltaf hvort það sé verið að hlera það þegar hann gistir á hótelum.

„Við höfum fundið myndavélar og míkrófóna þar sem er ásetningur,“ segir Theodór Carl. Tilgangurinn með hlerunum getur verið margskonar, þetta geta verið iðnaðarnjósnir, tilraunir til fjárkúgunar eða þetta geta verið starfsmenn fyrirtækisins sem vilja vita hvað stjórnendur eru að segja. Rifjar hann upp dæmi af bandarísku fréttakonunni Erin Andrews sem fór í sturtu á hótelherbergi og upptaka af því rataði inn á klámsíður. „Þetta er að finnast og á Íslandi líka.“

Í fyrra fjallaði DV um íslenskt par sem fann falda myndavél í AirBnb íbúð í Alicante. Myndavélin var falin í loftræstingunni.

Theodór segir að búnaðurinn til að finna hlerunarbúnað sé dýr en Securitas eigi slíkan búnað. „Við getum þá sweepað herbergi eins og James Bond. Þá finnum við hljóðbylgjur, við finnum myndavélarnar, jafnvel þegar þær eru grafnar inn í veggina, falska loftinu eða inni í teppunum eða inni í blómapottunum. Við erum að finna þetta á þessum stöðum.“

Í kvikmyndinni From Russia with Love fann James Bond hlerunarbúnað á hótelherberginu sínu. Theodór segir dæmi um slíkt hér á landi og Securitas hafa fundið slík tæki innan veggja fyrirtækja, bæði stórum og litlum.

Oftast er um að ræða lítinn hljóðnema tengt við lítið tæki með batteríi, einnig séu til dæmi um hljóðnema inni í tölvum með búnaði sem tekur einnig afrit af gögnum í tölvunni. Hann segir að það þurfi ekki neina lágmarksþekkingu: „Aðeins ásetninginn, annað er hægt að Googla.“

Theodór segir að þegar hann fer á hótelherbergi þá byrji hann alltaf á að líta í kringum sig og athuga hvort það sé eitthvað óeðlilegt í loftinu, bak við myndir, þá sérstaklega inni á baðherberginu. „Þetta er að finnast.“ Það séu dæmi um slíkt á Íslandi. „Það var hótelherbergi hérna á Íslandi þar sem var búið að setja myndavélar út um allt, klósettið líka.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Mjög ósáttur og hvetur Icelandair til að skammast sín

Mjög ósáttur og hvetur Icelandair til að skammast sín
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Steina sakfelld vegna andláts sjúklings en ekki gerð refsing

Steina sakfelld vegna andláts sjúklings en ekki gerð refsing
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Steingrímur svekktur eftir úrslitin: Spáir í spilin varðandi framtíð VG

Steingrímur svekktur eftir úrslitin: Spáir í spilin varðandi framtíð VG
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sara hætt í Pírötum: „Fullreynt fyrir mig sem einstakling“

Sara hætt í Pírötum: „Fullreynt fyrir mig sem einstakling“