fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Fréttir

Telja að störfum fjölgi um 2.500 á árinu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. janúar 2019 06:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinnumálastofnun áætlar að 2.500 ný störf muni skapast hér á landi á árinu. Ef þessi spá gengur eftir munu 33.000 ný störf hafa orðið til í þeirri efnahagslegu uppsveiflu sem verið hefur undanfarin ár og er það þá Íslandsmet í fjölgun starfa.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Karli Sigurðssyni, sérfræðingi hjá Vinnumálastofnun, að þrátt fyrir þessa fjölgun starfa muni atvinnuleysi aukast á árinu því fjölgunin sé minni en væntanleg fjölgun fólks á vinnumarkaði. Útlit er fyrir að atvinnuleysi verði 2,8 prósent á árinu að meðaltali en það var 2,3 prósent á síðasta ári.

Vinnumálastofnun taldi að 2.500 ný störf yrðu til á síðasta ári en þau urðu 4.000 þegar upp var staðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tvö kaffihús Starbucks opna í miðbæ Reykjavíkur

Tvö kaffihús Starbucks opna í miðbæ Reykjavíkur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Það er líka hugrekki í því fólgið að viðurkenna veikleika sína og sleppa“

„Það er líka hugrekki í því fólgið að viðurkenna veikleika sína og sleppa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halla biðst afsökunar á samúðarkveðjufíaskóinu – „Ég get ekki lofað ykkur því að ég geri ekki fleiri mistök“

Halla biðst afsökunar á samúðarkveðjufíaskóinu – „Ég get ekki lofað ykkur því að ég geri ekki fleiri mistök“