fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Fréttir

Áramótaskaupið kostaði 34 milljónir

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 3. janúar 2019 06:29

Úr áramótaskaupinu 2018.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kostnaður Ríkisútvarpsins við Áramótaskaupið 2018 var um 34 milljónir króna. Þetta er svipaður kostnaður og undanfarin ár að sögn Skarphéðins Guðmundssonar, dagskrárstjóra RÚV.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Þar segir að þegar leitað var að framleiðanda Áramótaskaupsins hafi komið fram að RÚV myndi greiða honum 32 milljónir. Það var fyrirtækið Glassriver sem fékk verkið.

Áhorfstölur benda til að fleiri hafi horft á skaupið að þessu sinni en á undanförnum árum en meðaláhorf mældist 73% og uppsafnað áhorf 75% en um bráðabirgðatölur er að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum