fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fréttir

Slysið við Núpsvötn: Krufning fer fram í dag

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 2. janúar 2019 12:41

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag stendur til að kryfja lík þeirra sem létust í alvarlegu bílslysi við Núpsvötn milli jóla og nýárs. Einnig er vonast til þess að í dag verði fært að ræða við ökumann bifreiðarinnar, en hann er alvarlega slasaður. Skýrsla hefur þegar verið tekin af bróður ökumannsins, sem var farþegi í bifreiðinni. 

„Það á að skoða í dag hvort hægt sé að ræða við ökumanninn en ég veit ekki stöðuna á því ennþá,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurlandi í samtali við Mbl.is um rannsókn á tildrögum slyssins við Núpsvötn milli jóla og nýárs þar sem þrír létu lífið.

Ökumaður bifreiðarinnar er alvarlega slasaður en skýrsla hefur verið tekin af bróður hans, sem var farþegi í bifreiðinni.  Sá bróðir var, að sögn, skýr í sinni frásögn en Oddur gat þó ekki tjáð sig meira um skýrslutökuna.

Börnin tvö, sjö og níu ára, sem lifðu slysið af eru á batavegi.

Lík hinna þriggja látnu verða krufin í dag og von er á bráðabirgðaskýrslu krufningar strax í dag. Fjórar til sex vikur getur svo tekið að fá skýrslu úr rannsóknum sem unnar verða samhliða krufningu.

Rannsókn á bifreiðinni stendur enn yfir, en hún er unnin í samstarfi við rannsóknarnefnd samgönguslysa. Oddur segir að ekkert blasi við í rannsókninni enn sem komið er.

Samkvæmt upplýsingum af heimasíðu lögreglunnar var farið á slysstað með fulltrúa rannsóknarnefndar samgönguslysa síðastliðinn föstudag.  Bíltæknirannsókn var þá hafin og miðast við að leiða í ljós hvort eitthvað það sem finnst við skoðun á bifreiðinni hafi átt þátt í eða valdið slysinu. Þá verður sérstaklega kannað hvort og hvaða öryggisbúnaður eða öryggisbelti var í notkun í bílnum, en eins og áður hefur komið fram var ellefu  mánaða ungabarn, sem lést í slysinu, ekki í bílstól þegar barnið fannst og bílstóllinn jafnframt laus.

 

Sjá einnig: 

Slysið við Núpsvötn – Ungbarnið sem lést var ekki í bílstól

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar
Fréttir
Í gær

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vekur athygli á að glæraísing geti myndast á höfuðborgarsvæðinu síðdegis

Vekur athygli á að glæraísing geti myndast á höfuðborgarsvæðinu síðdegis