fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Ragnhildur Sigurðardóttir sigraði í Einvíginu í annað sinn

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 6. ágúst 2018 18:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnhildur Sigurðardóttir vann Einvígið á Nesinu fyrr í dag, en hún hafði betur gegn Alfreði Brynjari Kristinssyni á lokaholunni.

Ragnhildur er fjórfaldur Íslandsmeistari í golfi og er þetta í annað sinn sem hún sigrar góðgerðarmótið Einvígið, en fyrra skiptið var árið 2003.

Var þetta 22. árið í röð sem mótið fer fram á Seltjarnarnesi og eins og ávallt var það haldið til styrktar góðu málefni tengt börnum, nú Barnaspítala Hringsins.

Að móti loknu var verðlaunaafhending og keppendum afhendur þakklætisvottur fyrir sitt framlag til málefnisins.  Mótið er eins og áður sagði fyrst og fremst góðgerðarmót og Kristinn Ólafsson formaður Neskúbbsins afhenti að lokum Þránni Rósmundssyni frá Barnaspítala Hringsins ávísun frá Nesklúbbnum að upphæð 500.000 krónur.

Úrslit í einvíginu urðu eftirfarandi:

1. sæti – Ragnhildur Sigurðardóttir, GR
2. sæti – Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG
3. sæti – Rúnar Arnórsson, GK
4. sæti – Björn Óskar Guðjónsson, GM
5. sæti – Ólafur Björn Loftsson, NK
6. sæti – Dagbjartur Sigurbrandsson, GR
7. sæti – Kristján Þór Einarsson, GM
8. sæti – Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, GS
9. sæti – Ragnhildur Kristinsdóttir, GR
10. sæti – Björgvin Sigurbergsson, GK

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu hvað Trump sagði um Grænland eftir að hann var svarinn í embætti

Sjáðu hvað Trump sagði um Grænland eftir að hann var svarinn í embætti
Fréttir
Í gær

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“
Fréttir
Í gær

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“