fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Ragnhildur Sigurðardóttir sigraði í Einvíginu í annað sinn

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 6. ágúst 2018 18:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnhildur Sigurðardóttir vann Einvígið á Nesinu fyrr í dag, en hún hafði betur gegn Alfreði Brynjari Kristinssyni á lokaholunni.

Ragnhildur er fjórfaldur Íslandsmeistari í golfi og er þetta í annað sinn sem hún sigrar góðgerðarmótið Einvígið, en fyrra skiptið var árið 2003.

Var þetta 22. árið í röð sem mótið fer fram á Seltjarnarnesi og eins og ávallt var það haldið til styrktar góðu málefni tengt börnum, nú Barnaspítala Hringsins.

Að móti loknu var verðlaunaafhending og keppendum afhendur þakklætisvottur fyrir sitt framlag til málefnisins.  Mótið er eins og áður sagði fyrst og fremst góðgerðarmót og Kristinn Ólafsson formaður Neskúbbsins afhenti að lokum Þránni Rósmundssyni frá Barnaspítala Hringsins ávísun frá Nesklúbbnum að upphæð 500.000 krónur.

Úrslit í einvíginu urðu eftirfarandi:

1. sæti – Ragnhildur Sigurðardóttir, GR
2. sæti – Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG
3. sæti – Rúnar Arnórsson, GK
4. sæti – Björn Óskar Guðjónsson, GM
5. sæti – Ólafur Björn Loftsson, NK
6. sæti – Dagbjartur Sigurbrandsson, GR
7. sæti – Kristján Þór Einarsson, GM
8. sæti – Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, GS
9. sæti – Ragnhildur Kristinsdóttir, GR
10. sæti – Björgvin Sigurbergsson, GK

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hraunið fer brátt að renna inn á bílastæði Bláa lónsins – Sjáðu myndina

Hraunið fer brátt að renna inn á bílastæði Bláa lónsins – Sjáðu myndina
Fréttir
Í gær

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“