Þessa spurningu birtir Stefanía Thors á Facebooksíðu sinni ásamt myndbandi sem hún tók fyrr í dag á þjóðveginum.
Á myndbandinu sjást nokkrir ökumenn taka fram úr með tilheyrandi hættu þegar umferðin er þung eins og í dag þegar margir eru á ferðinni um þjóðveginn.
Myndbandið er tekið um kl. 13 við Húnavatn, nokkra kílómetra frá Blönduósi.
Við minnum vegfarendur á að fara varlega í umferðinni og koma heilir heim.