fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Fréttir

Selur í Jökulsárlóni verður aflífaður vegna plastmengunar – Björgunaraðgerðir komu ekki til greina

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Föstudaginn 31. ágúst 2018 13:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlendur ferðamaður kom auga á sel sem augljóslega er hætt kominn vegna plastmengunar. Adrian Cardona sem er frá Möltu tók myndirnar í síðustu viku en sá ekki fyrr en í þessari viku hversu illa selurinn er haldinn vegna plastnets sem er fast utan um háls hans. „Ég sá ekki hversu illa selurinn var á sig kominn fyrr en ég kom heim til mín og skoðaði myndirnar betur. Ég sendi strax tölvupóst með myndum á allar stofnanir sem ég fann á netinu í von um að einhver gæti bjargað dýrinu.“ Segir Adrian.

DV hafði samband við Matvælastofnun vegna málsins og fékk það staðfest að samkvæmt ráðum héraðsdýralæknis ætti að aflífa selinn. Í samtali við DV staðfesti lögreglan á Höfn þessa ákvörðun héraðsdýralæknis, en benti vakthafandi lögreglumaður á það við DV að þeir væru með aðgang að deyfibyssu ef þess þyrfti, til að reyna bjarga selnum. Einnig tjáði lögreglan á Höfn DV að ef þeir þyrftu að aflífa dýrið myndu þeir þurfa að sækja það, þar sem það myndi hræða aðra seli frá að hafa dauðann sel á þessum stað. Ein af rökum héraðsdýralæknis fyrir að aflífa dýrið er hversu erfitt aðgengi er að dýrinu.

Samkvæmt 15. grein í lögum um dýravelferð er sérstakt bann sett við að yfirgefa dýr í bjargarlausu ástandi ásamt því að í 14. grein í lögum um tekið fram að dýr skulu aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætti og eftir því sem unnt er án þess að önnur dýr verði þess vör. Starfsmenn Vatnajökulsþjóðgarðar fylgjast núna með ástandi selsins úr fjarska. En samkvæmt heimildum DV er nokkuð margir selir nú á svipuðum stað og er því erfitt að sjá hvernig eigi að aflífa dýrið án þess að önnur dýr verði þess vör.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tókst að koma bát aftur að bryggju í hvassviðrinu

Tókst að koma bát aftur að bryggju í hvassviðrinu
Fréttir
Í gær

Trump fór mikinn og boðar landvinninga Bandaríkjanna

Trump fór mikinn og boðar landvinninga Bandaríkjanna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Allt brjálaðist hjá dularfullri rússneskri útvarpsstöð

Allt brjálaðist hjá dularfullri rússneskri útvarpsstöð