fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Dyraverðir taka höndum saman fyrir félaga sinn – „Það er ekki fyrr en vinur okkar liggur upp á spítala sem við opnum augun“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 28. ágúst 2018 13:30

Trausti Már Falkvard Traustason stendur ásamt fleirum fyrir styrktartónleikum næsta sunnudag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Styrktartónleikar fara fram á Palóma næsta sunnudag til styrktar dyraverðinum sem varð fyrir hrottalegri árás á Shooters aðfararnótt síðastliðins sunnudags. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu lækna hlaut maðurinn varanlegan skaða af árásinni.

Trausti Már Falkvard Traustason dyravörður og framkvæmdastjóri Alpha Security er einn af þeim sem stendur fyrir tónleikunum.

„Við erum þegar búin að staðfesta Roland Hartwell, Alexander Jarl, Dj Egil Spegill, Dj André Ramirez, Mike the jacket og Ruddagaddur,“ segir Trausti Már. Ljósmyndarinn Mummi Lú mun mynda viðburðinn.

Verið er að fá fleiri til að koma fram og er þeim sem vilja koma fram til styrktar góðu málefni bent á að setja sig í samband við Trausta Má.

„Við höfum aldrei tekið höndum saman áður. Það er samt magnað, hversu margar hnífaárasir við höfum dílað við sem dyraverðir, hversu mörg högg í andlitið, brotin rifbein og margt fleira við höfum mátt þola,“ segir Trausti Már í samtali við DV. „Það er ekki fyrr en vinur okkar liggur upp á spítala sem við opnum augun og sjáum hvað er að gerast. Við trúum á að þetta hafi breytingar í för með sér fyrir okkar öryggi í starfi. Núna er komið gott.“

Allir dyraverðir Alpha Security og fleiri fyrirtækja taka einnig höndum saman og hjálpa starfsfélaga sínum og vini með því að láta laun þeirra fyrir föstudagsvaktina renna óskipt hans.
Tónleikarnir á Palóma verða kl. 20 sunnudaginn 2. september næstkomandi og verður aðgangseyrir 1.500 kr. Einnig er tekið á móti frjálsum framlögum. Allt söfnunarfé mun renna óskert til dyravarðarins sem varð fyrir árásinni og fjölskyldu hans.

Styrktarreikningur hefur verið stofnaður fyrir dyravörðinn. Hann er á nafni Öruggt Öryggi og kennitölu Davíð Blessing, reikningsnúmer 0101-26-017088, kennitala 290592-2839.

Viðburður á Facebook.

Lestu einnig: Davíð hvetur fólk til að hugsa hlýlega til vinar síns – „Þetta var hrottaleg árás sem gaf vini mínum litlar líkur til að komast óslasaður út“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“