fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Fyrir mistök virðist prestur hvetja til áfengisdrykkju á knattspyrnuleikjum: „Búið að grenja af hlátri hér í morgunsárið“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 22. ágúst 2018 11:00

Bjarni Karlsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Persónulega hef ég aldrei skilið af hverju við Íslendingar horfum ekki meira til Færeyja sem er frábær eyja og geggjað skemmtilegt fólk með hrikalega góðan bjór, hvort sem hann er á vellinum eða ekki,“ er meðal þess sem stendur í Bakþönkum Fréttablaðsins í morgun. Bjarni Karlsson prestur lýsir þar fyrirmyndarstemningu á knattspyrnuleikjum í Færeyjum. Ekki síst er hann ánægður með að seldur er bjór á leikjunum en á Laugardalsvellinum sé bara bjór fyrir VIP-gesti. Pistillinn er skrifaður í tilefni af því að framundan er bikarúrslitaleikurinn í Færeyjum en þar þjálfar Íslendingurinn Heimir Guðjónsson annað liðið sem þar keppir, HB.

Séra Bjarni fer einnig ófögrum orðum um umgjörðina í bikarkeppninni á Íslandi og segir að Íslendingar standi Færeyingum langt að baki hvað varðar umgjörð um bikarúrslitaleiki.

Í lokin skrifar Bjarni:

„Ég held að KSÍ ætti að skella sér á laugardaginn og sjá Heimi Guðjónsson og félaga í HB og læra hvernig eigi að halda bikarúrslitaleik. Því það verða nánast pottþétt fleiri á þeim leik en á bikarúrslitaleiknum hér heima.“

Það sérkennilega við þessi skrif er að séra Bjarni Karlsson hefur aldrei áður skrifað um knattspyrnu í pistlum sínum en hann fjallar gjarnan um jafnréttismál og alvarleg þjóðfélagsvandamál. Þá er mjög úr karakter að sjá prestinn mæla með bjórdrykkju á knattspyrnuleikjum.

Í ljós hefur komið að um mistök var að ræða og var birtur rangur höfundur við greinina. Réttur höfundur er íþróttafréttamaðurinn Benedikt Bóas Hinriksson. Pistilinn má lesa hér.

Bjarni Karlsson hefur húmor fyrir þessum mistökum því hann skrifar á Facebook-síðu sína:

„Jæja, það er búið að grenja af hlátri hér í morgunsárið. Aftan á Fréttablaðinu eru bakþankar eignaðir mér þar sem ég hrósa Færeyskum bjór og tala um hve „geggjað gaman“ það er að fara á knattspyrnuleiki í Þórshöfn!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“