fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fréttir

Starfsfólk Reykjavíkurflugvallar undrandi á starfsemi í flugskýli: „Það er fólk að mæta í skýlið, prúðbúið, til að láta skíra börnin sín“


Dan Sommer Myndi aldrei reyna að breyta löggjöf um fóstureyðingar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað eiga tveir barnaníðingar, kung-fu prestur, flugvélar, þyrlur, Panamaprins, kapella og sértrúarsöfnuður sameiginlegt? Jú, allt þetta er að finna í flugskýli 1 á Reykjavíkurflugvelli. Barnaníðingarnir sitja í stjórn félags sem er skráð með yfir 200 milljónir í hlutafé, kung-fu presturinn, sem eitt sinn var lífvörður og sjóræningjabani, stýrir samkomum sértrúarsafnaðarins og Panamaprinsins á skýlið sjálft. Barnaníðingurinn heitir Sigurður Ingi Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari, og situr hann einn í stjórn ásamt Robert Tomasz Czarny sem misnotaði tvær stúlkur hér á landi um árabil. Allir hafa þeir aðgang að haftasvæðum. Og þegar meðlimir sértrúarsafnaðarins mæta á svæðið geta þeir hæglega farið inn á viðkvæm svæði eða farið um borð í flugvélar og jafnvel sest upp í þyrlu og tekið á loft væri sá áhugi fyrir hendi. Eftirlit er ekkert. Til að rekja þessa sögu þurfti nokkra blaðamenn og talsvert pláss enda um ævintýralega atburðarás að ræða sem aldrei hefði átt að eiga sér stað.

Þetta er brot úr ítarlegri umfjöllun í helgarblaði DV

 

Börn skírð í skýli 1

Dan Sommer og Sigurður Ingi eiga sér langa sögu að baki eins og greint verður betur frá hér síðar. En Sommer er prestur sem hefur starfað sem lífvörður Sigurðar. Þrjú ný félög, sem öll tengjast Sommer hafa bæst við í fyrirtækjaflóruna í skýli 1 og eitt þeirra er áður nefnd Postulakirkja – Beth-Shekhinah. Skýlið er ekki aðeins skrifstofa eða póstkassi fyrir kirkjuna því þar eru haldnar trúarsamkomur, innan um tól og tæki til flugs.

Annar starfsmaður á flugvellinum sem einnig hefur áhyggjur af ástandinu segir:

„Það er fólk að mæta í skýlið, prúðbúið, til að láta skíra börnin sín.“

Postulakirkjan fer heldur ekki leynt með sínar samkomur. Mánudaginn 13. ágúst var „kyrrðarbæn og íhugunarsamkoma í skýli 1“ auglýst á Facebook-síðu hennar.

Einnig er þangað komið ferðaþjónustufyrirtækið Northern Tours og hjálparsamtökin 4Crisis Relief. Samkvæmt heimasíðu sérhæfa þau sig í aðstoð við fórnarlömb mannrána sem kljást við áfallastreituröskun.

Blaðamenn DV fengu að sjá „kapelluna“ sem er í fremur litlu en ílöngu herbergi við hlið skrifstofu Sommer. Það fyrsta sem vakti athygli blaðamanna var beddi í miðju herberginu, sem Sommer gekk frá og setti í skáp. Líkt og fyrr segir þá virðist söfnuðurinn byggður á samkrulli kristni og austrænar dulspeki. Það sást glögglega á því að á hillu einni var stytta af Búdda við hlið kross. Af veggspjöldum að dæma þá stundar söfnuðurinn nálarstungur og árunudd, svokallað reiki. Það kann að skýra beddann.

Þó mátti sjá merki um kristinn sið; innst í herberginu var altari þar sem opin bók lá. Það var þó ekki Biblían og könnuðust blaðamenn ekki við uppruna hennar. Við hliðina á bókinni var skál með oblátum.

Blaðamaður sá bunka af blöðum í kapellunni og tók eitt eintak. Blaðið reyndist lýsing á „hraðheilun fyrir streitu og kvíða“ í sjö skrefum. Þau hljóða svo:

„1. GV-24 Third eye/Spiritual Point.

  1. GB-20Gates of Consciousness.
  2. LU-1Centralpalace/YinYangHouse.
  3. K-27 Elegant Mansion/DeepBreath.
  4. CV-17CenteringPoint/Sea of Tranquility.
  5. LI-4HeGu/JoingValley.
  6. PC-6InnerGate.“

Blaðamenn töldu í það minnsta tólf gráður á veggjum skrifstofunnar, en þær flestar virtust eiga uppruna sinn úr bréfaskólum. En hvernig kom það til að 51 árs prestur varð svo náinn unga afbrotamanninum? Sommer segir að þeir hafi fyrst kynnst á lífsleikninámskeiði þar sem Sommer kenndi meðan Sigurður tók ljósmyndir. Raunverulegur vinskapur hafi þó ekki byrjað fyrr en síðar þegar þeir hittust á pítsastað fyrir tilviljun. Það var á svipuðum tíma og Sigurður lak gögnum frá Milestone til DV og svo virðist sem Sommer hafi þótt það áhugavert.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“