fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fréttir

Barnaníðingur varamaður í stjórn: „Nei, ég vissi það ekki, þetta er vinur hans Sigga“


Skýli eitt sem hýsir níðinga og sértrúarsöfnuð

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað eiga tveir barnaníðingar, kung-fu prestur, flugvélar, þyrlur, Panamaprins, kapella og sértrúarsöfnuður sameiginlegt? Jú, allt þetta er að finna í flugskýli 1 á Reykjavíkurflugvelli. Barnaníðingarnir sitja í stjórn félags sem er skráð með yfir 200 milljónir í hlutafé, kung-fu presturinn, sem eitt sinn var lífvörður og sjóræningjabani, stýrir samkomum sértrúarsafnaðarins og Panamaprinsins á skýlið sjálft. Barnaníðingurinn heitir Sigurður Ingi Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari, og situr hann einn í stjórn ásamt Robert Tomasz Czarny sem misnotaði tvær stúlkur hér á landi um árabil. Allir hafa þeir aðgang að haftasvæðum. Og þegar meðlimir sértrúarsafnaðarins mæta á svæðið geta þeir hæglega farið inn á viðkvæm svæði eða farið um borð í flugvélar og jafnvel sest upp í þyrlu og tekið á loft væri sá áhugi fyrir hendi. Eftirlit er ekkert. Til að rekja þessa sögu þurfti nokkra blaðamenn og talsvert pláss enda um ævintýralega atburðarás að ræða sem aldrei hefði átt að eiga sér stað.

Þetta er brot úr ítarlegri umfjöllun í helgarblaði DV

 

Fyrirtæki Hilmars kom fyrir í Panamaskjölunum. Hann réð níðinginn vegna vorkunnar.

Stjórnarformaður í 260 milljón króna félagi

Skýli 1 er í eigu einkahlutafélagsins Bjargfasts og forráðamaður þess er Hilmar Ágúst Hilmarsson, athafnamaður í flugiðnaðinum, búsettur í Sviss. Lítið hefur farið fyrir Hilmari í þjóðfélagsumræðunni og er hann fæstum Íslendingum kunnur. Nafn hans kom hins vegar við sögu þegar Panamaskjölin voru gerð opinber. Þar var hann meðal þeirra Íslendinga sem skráðir voru fyrir aflandsfélögum á Cayman-eyjum í Karíbahafinu. Félög Hilmars sem þar komu fram voru Avijet Limited og Global Fuel Limited.

Félagið Bjargfastur leigir skýli 1 til ýmissa íslenskra flugfélaga og þyrluþjónustufélaga. En Hilmar fer fyrir og á fleiri fyrirtæki sem hafa skráð heimilisfang í skýlinu. Þar á meðal áðurnefnd Global Fuel, Heimflug, BIRK Invest, ACE FBO og ACE Handling. ACE Handling starfar meðal annars í afgreiðslu flugvéla og hjá því félagi er Sigurður Ingi skráður sem stjórnarformaður og framkvæmdastjóri síðan í maí síðastliðnum.

Hlutaféð í ACE Handling er í eigu Arwen Establishment í Liechtenstein sem Hilmar fer fyrir, og tengdist báðum áðurnefndum aflandsfélögum, og félaginu GX Holding. Sigurður Ingi er prókúruhafi félagsins en þann 4. september árið 2017, nokkrum mánuðum áður en hann var skráður fyrir félaginu, var hlutafé þess hækkað umtalsvert, úr tæplega 48 milljónum króna í tæpar 259 milljónir. Sigurður varð svo stjórnarformaður félagsins í maí 2018 og er starfandi  stjórnarformaður í dag og situr einn í stjórn samkvæmt gögnum félagsins. Einn varamaður er í stjórninni, Robert Tomasz Czarny.

Rétt eins og Sigurður þá er Czarny dæmdur kynferðisafbrotamaður. Í október árið 2014 var hann dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir hrottalega misnotkun á tveimur dætrum fyrrverandi sambýliskonu sinnar yfir margra ára tímabil. Yngri stúlkuna misnotaði Czarny þegar hún var á aldrinum átta til þrettán ára og þá eldri þegar hún var tólf til fjórtán ára.

Í dómnum segir um eitt af hans mörgu brotum:

„Þegar stúlkan var á aldrinum 8 til 13 ára, þar af undir lok tímabilsins að D í […], með því að hafa ítrekað káfað á líkama hennar og kynfærum með höndunum, margoft kysst hana tungukossum á munninn og reynt að láta hana snerta á sér kynfærin, að minnsta kosti í tvö aðgreind skipti látið kynfærin nema við rass og endaþarmsop hennar og að minnsta kosti í tuttugu og fimm skipti nuddað kynfærunum upp við og inn í kynfæri hennar.“

Þegar Hilmar Ágúst er spurður hvort hann viti að varamaður Sigurðar í stjórn félagsins sé dæmdur barnaníðingur, segist Hilmar ekki hafa vitað af því. „Nei, ég vissi það ekki, þetta er vinur hans Sigga,“ segir hann og hlær. Blaðamaður spyr þá Hilmar Ágúst hvort honum þætti það eðlilegt að skipa menn sem stjórnarformann og varamann sem hafa báðir verið dæmdir fyrir kynferðisafbrot gegn börnum. Áður en Hilmar Ágúst getur svarað grípur Dan Sommer snarlega inn í umræðuna og segir: „Sigurður hefur ekki verið dæmdur fyrir barnaníð gagnvart börnum. Sigurður hefur aldrei labbað framhjá leikskóla og fengið standpínu við það. Hann fór í fangelsi fyrir kaup á vændisþjónustu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“