fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Eyþór Arnalds sagðist ætla að selja hlut sinn í Morgunblaðinu: „Ég er prinsippmaður“

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Laugardaginn 11. ágúst 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er enn þá stærsti hluthafi Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, með um rúman 23% hlut í gegnum hlutafélag sitt Ramses ehf. Þetta kemur fram í hagsmunaskráningu hans sem hann þurfti að skila inn sem borgarfulltrúi í Reykjavík. Í samtali við DV sagði Eyþór að hann væri búinn að segja sig úr stjórn Árvakurs og hefði þar af leiðandi ekkert ákvörðunarvald innan fyrirtækisins. Hann skipaði einnig engan í stjórn Árvakurs í sinn stað. Ramses ehf. á svo fjöldann allan af dótturfélögum eins og til dæmis ST Holding ehf. sem á eignir upp á rúmar 860 milljónir króna samkvæmt ársreikningi félagsins.

Þegar Eyþór var spurður hvort hann hafi ekki verið að leita að kaupanda að sínum hlut í Morgunblaðinu svaraði hann: „Ég hef nú ekki verið beint að leita að honum, en ég sagði að ef það væri kaupandi þá væri hluturinn til sölu, en það hefur ekkert komið út úr því.“ Blaðamaður spurði hann þá hvort hluturinn væri enn þá til sölu og hann svaraði: „Ég hef ekkert verið að auglýsa hann til sölu en hann er falur fyrir gott verð. Maður er náttúrlega aðeins í eftirlitshlutverki í stjórnarandstöðu og sem slíkur er maður ekki í valdastöðu, en ég er farinn út úr mörgum fyrirtækjum. Ég var nú kannski ekki að hafa frumkvæði að því að leita að kaupanda, heldur var ég einfaldlega spurður hvort hluturinn væri til sölu. Hins vegar hefur ekki verið rosaleg eftirspurn eftir hlutabréfum í fjölmiðlum.“

Í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni ræddi Kristján Kristjánsson,umsjónarmaður þáttarins, við Eyþór Arnalds meðan hann var í kosningabaráttu um oddvitasætið í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Bað hann Eyþór að svara því afdráttarlaust hvort hann myndi losa sig undan eignarhaldi í fjölmiðli ef hann yrði kjörinn borgarfulltrúi í Reykjavík. „Ég er þeirrar skoðunar að ég eigi að fara úr því, ég er prinsippmaður,“ svaraði Eyþór.

„Svo er þetta nú svo lítið land og einhver verður að eiga í þessum blessuðum fjölmiðlum“

Blaðamaður spurði Eyþór einnig hvort það væri ekki óheppilegt að stjórnmálamenn ættu í fjölmiðlum þar sem hlutverk fjölmiðla gæti oft verið að gagnrýna sjálfa stjórnmálamennina. Svaraði Eyþór því til að þess væru nú dæmi að stjórnmálamenn hefðu átt í fjölmiðlum. „Fjölmiðlar eiga að gagnrýna stjórnmálamenn, það er alveg rétt, en þeir eiga líka að gagnrýna viðskiptamenn og þeir eiga almennt að vera gagnrýnir. Þeir eru ekki bara til að gagnrýna stjórnmálamenn.“

Eyþór minnist þess einnig í samtali við blaðamann að hann hafi nú átt í fleiri fjölmiðlum og hafi til dæmis verið hluthafi í DV þegar hann var aðeins 11 ára gamall. „Ég var blaðasali á þessum tíma hjá DV og notaði þá peninga til að kaupa mín fyrstu hlutabréf og þau voru í DV.“ Aðspurður hvort það hafi verið góð fjárfesting svaraði hann einfaldlega: „nei.“

Hann sagði svo að lokum: „Svo er þetta nú svo lítið land og einhver verður að eiga í þessum blessuðum fjölmiðlum. Við megum ekki gleyma því að eigendur eru almennt ekki að ritstýra. Það er reyndar öðruvísi með suma netmiðlana þar sem hluthafar eru líka ritstjórar, en það er ekki þannig með Árvakur. En hins vegar er ekki langt síðan Össur Skarphéðinsson var bæði þingmaður og ritstjóri DV.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Í gær

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Í gær

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Í gær

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“