fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Nú veður Brynjar í Atla Fannar – „Ekki ætlar þú að halda því fram að þú rekir alvöru fjölmiðil, Atli“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 5. júlí 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ekki ætlar þú að halda því fram að þú rekir alvöru fjölmiðil, Atli, eins ágætur og þú ert. Hann fengi ekki háa einkunn hjá matsfyrirtækjum,“ segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og skýtur föstum skotum á Atla Fannar Bjarkason, ritstjóra Nútímans.

Brynjar hefur farið mikinn undanfarna daga í gagnrýni sinni á íslenska fjölmiðla. Brynjar, sem er meðlimur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, sagði á Facebook-síðu sinni á mánudag að fjölmiðlar væru veikasti hlekkurinn í íslensku samfélagi og stunduðu raunar meiri pólitík en stjórnmálamenn. Bætti hann við að þeir væru í raun í „ruslflokki eins og þeir segja hjá matsfyrirtækjum.“ Brynjar hélt svo áfram gagnrýni sinni á fjölmiðla í gær.

Hlægileg ummæli eftir nokkur ár

Sitt sýndist hverjum um þessa gagnrýni þingmannsins; sumir tóku undir orð hans á meðan aðrir gagnrýndu þau. Einn þeirra var Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Nútímans, sem deildi færslu Brynjars á Facebook-síðu sinni og sagði: Jájá leiðinlegt að sjá þingmann í ríkisstjórn(arflokki) skrifa svona í dag en það verður beinlínis hlægilegt eftir áratug eða svo.“

Brynjar mætti svo fyrstur í kommentakerfið á síðu Atla Fannars og svaraði hressilega fyrir sig.

„Þessi þingmaður er nú ekki í rikisstjórn þótt hann styðji hana. Má vel vera að þetta verði hlægilegt eftir 10 ár eða svo en það er heilmikill sannleikur í þessu nú. Ekki ætlar þú að halda því fram að þú rekir alvöru fjölmiðil, Atli, eins ágætur og þú ert. Hann feengi ekki háa einkunn hjá matsfyrirtækjum.“

Þess má geta að Nútíminn greindi á sínum tíma fyrstur fjölmiðla frá því að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra úr Sjálfstæðisflokknum myndi segja af sér embætti vegna lekamálsins sem DV fjallaði ítarlega um á sínum tíma. Um var að ræða langstærsta fréttamál ársins 2014.

„Hvað er að þér Brynjar?“

Fleiri blanda sér í umræðuna á Facebook-síðu Atla og taka upp hanskann fyrir ritstjórann. Heiða B. Heiðars, einn af stofnendum Stundarinnar og auglýsingastjóri útgáfunnar, hjólar hressilega í þingmanninn og segir:

„Hvað er að þér Brynjar? Heldurðu í alvöru að það sé í þínum verkahring sem þingmaður að bera fram sleggjudóma yfir íslenskum fjölmiðlum? Það er algjört lágmark að maður í þinni stöðu sé í það minnsta með málefnalega gagnrýni.  Mér finnst þú rusl-þingmaður af því að þú hefur ekkert fram að færa nema öskur út í tómið. Og ég má segja þetta af því að ég er valda- og áhrifalaus almúgi.“

Brynjar og Heiða halda áfram að munnhöggvast og ræða um hlutverk fjölmiðla.

Brynjar: „Hafið þið nú allt í einu áhyggjur af sleggjudómum sem dreifið þeim út um allt alla daga, Heiða. Þið sem vinnið á fjölmiðlum eigið stundum að líta í eigin barm.“

Heiða: „Fjölmiðlum er refsað ef þeir flytja ósannar fréttir og sleggjudóma. Þitt mat á því er ekki endilega það eina sanna. Þú ættir að horfa aðeins til þess hvaða starfi þú ert í og blaðra minna rusl og meira vit.“

Þá kemur Atli Fannar aftur til skjalanna og býður Brynjar velkominn á fætur. Hann svarar svo fyrir það hvort Nútíminn sé „alvöru fjölmiðill“ eins og Brynjar setti spurningamerki við. „Tja, alvöru fjölmiðill eða ekki alvöru fjölmiðill – Nútíminn er það reyndar skv lögum þó ég eigi sjálfur erfitt að skilgreina hvað hann er nákvæmlega. Annars snerist mitt komment svo sem ekki um mig eða minn rekstur, heldur almennt um fjölmiðla, eins og ummæli þín reyndar.“

Sleggjudómar ekki gagnlegir

Ummæli Brynjars um íslenska fjölmiðla hafa vakið talsverða athygli og ekki vakið beint mikla hrifningu í stétt fjölmiðlafólks. Kolbeinn Óttarsson Proppé er í þeirri stöðu að vera fyrrverandi fjölmiðlamaður og núverandi þingmaður og blandaði hann sér í umræðuna. Kolbeinn, sem situr á þingi fyrir Vinstri græna, tók upp hanskann fyrir fjölmiðla á Facebook-síðu sinni í gær:

„Þingmenn bera mikla ábyrgð og ættu að mínu mati að huga oftar að þeirri ábyrgð. Við erum hluti af því kerfi lýðræðis sem ríkir á Íslandi og það eru fjölmiðlar líka. Þess vegna verða þingmenn að gæta sérstaklega að orðum sínum þegar að fjölmiðlum kemur. (Raunar finnst mér að við mættum öll gæta oftar að orðum okkar.) Fjölmiðlar eru ekki hafnir yfir gagnrýni, en sú gagnrýni skal þá vera rökstudd með dæmum – ekki sleggjudómar. Því með þeim er sleggjan reidd til höggs að lýðræðislegu hlutverki fjölmiðla, sem er einmitt að veita okkur þingmönnum og stjórnvöldum aðhald.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater
Fréttir
Í gær

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fleiri Loga töskur dúkka upp – „Hvað er í gangi?“

Fleiri Loga töskur dúkka upp – „Hvað er í gangi?“