fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Vespu Ástrósar stolið – Þriðja vespan sem er stolið í sömu fjölskyldu – „„Þetta er ásetningur til að taka og skemma,“ segir faðir þeirra

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 31. júlí 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástrós Birta Birgisdóttir, 13 ára, var að passa í Sævarlandi í Fossvogi fyrr í dag, þegar vespu í hennar eigu var stolið, einhvern tíma á milli kl. 12 og 14.  Eins og það væri ekki nógu slæmt, þá er enn verra að þetta er í þriðja sinn sem vespu í eigu fjölskyldunnar er stolið.

Vespu bróður hennar, Brynjars Karl Birgissonar var stolið í tvígang á hálfu ári og segir faðir þeirra, Birgir Örn Tryggvason, að það sé erfitt að útskýra fyrir börnunum af hverju verið sé að stela eigum þeirra af þeim.

„Við sitjum bara hérna ráðþrota,“ segir Birgir Örn.

Bæði börnin fengu vespurnar í fermingargjöf, vespu Brynjars Karls var stolið stuttu eftir fermingu, og aftur um hálfu ári seinna þegar hann var á æfingu í Þrótti. Ástrós Birta fékk sína vespu einnig í fermingargjöf og núna nokkrum mánuðum seinna er henni stolið. Brynjar karl er einhverfur og segir faðir hans að vespunni hafi verið stolið af unglingsdrengjum í bæði skiptin, ekki þeim sömu, en drengirnir tengist.

Öll málin eru hjá lögreglu, en telur Birgir Örn að það sé ekki tenging á milli þjófnaðarins í dag og þeirra fyrri. „Það væri ótrúleg tilviljun.“

Birgir er ekki alveg viss hvernig tryggingamálum er háttað og hvort að fjölskyldan er tryggð fyrir þjófnaðinum. „En þegar ég hringi í lögregluna og tilkynni, þá fæ ég svarið: „Já komdu bara niður eftir, þú ert sá fjórði í dag.“

Þetta virðist vera daglegt drauð hjá þessum krökkum. Ég veit ekki hvað þetta er, þetta er tekið til að taka það og skemmt, ekki til að nota.

Við höfum ekki hugmynd hver var að verki, ég vonast bara til að einhver sé með öryggismyndavélar,“ segir Birgir Örn. „Vespan var stýrislæst og dóttirin með lykilinn. Vespuna þarf að mölva upp með átaki og koma henni í burtu þannig að það var enginn einn að þessu. Í tilviki vespu sonarins var stýrið brotið og hún tengd og keyrt í burtu á einhverjum þremur mínútum.

Skilaboðum hefur rignt yfir Birgi Örn á Facebook eftir að hann póstaði færslu þar um þjófnaðinn. „Maður er pínu brotinn og þreyttur, en þakklátur fyrir alla hjálp.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl
Fréttir
Í gær

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars