fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Sjáðu launaseðil ljósmóður – Er þetta sanngjarnt?

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 3. júlí 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt könnun meðal ljósmæðra telur meirihluti þeirra grunnlaun upp á 671 þúsund krónur vera eðlileg laun. Raunin er sú að grunnlaunin eru 461 þúsund en geta mest orðið 611 þúsund undir lok starfsævinnar, hafi viðkomandi lokið öllum námsskeiðum.
Á annan tug uppsagna ljósmæðra tóku gildi á sunnudag, en alls hafa 23 ljósmæður sagt upp störfum hjá LSH. Hinar uppsagnirnar taka gildi í október. Á laugardag birtu þær ljósmæður sem luku störfum sínum þann dag myndir og skilaboð á Facebooksíðum sínum. Myndirnar voru allar samsvarandi: vinnuskór þeirra og starfsmannaskírteini á LSH, auk skilaboðanna „Ljósmóðir leggur skóna á hilluna.“
Ein þeirra var Signý Scheving Þórarinsdóttir, sem vann á meðgöngu- og sængurlegudeild, en í dag birti hún mynd af launaseðli sínum á Facebook. Signý er 34 ára, hefur verið ljósmóðir í 3 ár og hjúkrunarfræðingur í 7 ár. Launaseðillinn sem er frá 1. apríl síðastliðnum sýnir laun hennar fyrir 70% starf á þrískiptum vöktum (morgun-, kvöld- og næturvaktir). Signý vann þriðju hverja helgi, en eins og áður sagði er hún ein þeirra ljósmæðra sem lauk störfum 1. júlí.

Í samtali við DV segir Signý launin síðan hafa hækkað í 484 þúsund. „Ég fékk afturvirka hækkun frá áramótum. En þessi hækkun er mjög lítil, 24 þúsund á mánuði. Við hækkum mjög hægt í launum.“

Aðspurð um af hverju hún hafi verið í 70% starfi svarar Signý;, Já, ef við vinnum meira en 80% á þrískiptum vöktum, er hvíldarákvæðið brotið. Fólk er mjög fljótt að brenna út í 100% vaktavinnu. Ég vinn 70% vinnu, því ég á þrjú börn og þar af eitt árs gamalt og mér finnst ég alveg vera nógu mörg kvöld og nætur í burtu frá þeim.“

Síðasta samningafundi ljósmæðra við samninganefnd ríkisins lauk rétt eftir hádegi síðastliðinn fimmtudag. Engin sátt náðist á þeim fundi og hefur næsti fundur verið boðaður á fimmtudag, 5. júlí næstkomandi.

Yfirvinnubann ljósmæðra hefst um miðjan júlí, en bannið var samþykkt á fundi ljósmæðra með 90% atkvæða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Í gær

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“
Fréttir
Í gær

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“