fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Óður ökumaður keyrði inn í líkfylgd tengdamóður Arnars í Garðabæ – „Ég sé hvernig hann hendist af fullu afli á bifreið dóttur minnar“

Björn Þorfinnsson, Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Þriðjudaginn 3. júlí 2018 17:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég sá bílinn koma alveg reykspólandi út úr hringtorginu. Ég hugsaði strax hvort að ökumaðurinn myndi ná að rétta bílinn af en það tókst ekki. Hann fór síðan þversum yfir breiða umferðareyju og ég sé í baksýnispeglinum hvernig hann hendist af fullu afli  á bifreið dóttur minnar og tengdasonar sem var að keyra í gagnstæða átt. Þetta var mjög óhuggulegt,“ segir Arnar Hreiðarsson í samtali við DV.

Arnar varð vitni að því þegar glæfraakstur ónefnds ökumanns endaði með því að alvarlegur árekstur varð á Arnarnesvegi í Garðabæ um þrjúleytið í dag. Eins og áður segir keyrði ökumaður BMW-bifreiðar inn í bifreið dótturr Arnars og tengdasonar  en bifreið þeirra er gjöreyðilögð eftir atvikið. „Hliðin á bak við bílstjórasætið var komin hálft inn í bílinn. Sem betur fer virðast þau hafa sloppið nokkuð vel frá slysinu. Þau eru ekki mikið slösuð en fengu mikið högg við áreksturinn,“ segir Arnar.

Var að fylgja tengdamóður sinni til grafar

Skömmu áður en áreksturinn átti sér stað hafði Arnar verið viðstaddur útför tengdamóður sinnar og var bifreið hans ein af fjölmörgum bifreiðum vina og fjölskyldumeðlima sem keyrðu á eftir líkbílnum í svokallaðri í líkfylgd. „Það varð mikið uppnám á slysstað enda var stórfjölskyldan viðstödd áreksturinn,“ segir Arnar.

Umrædd BMW-bifreið skömmu eftir slysið

Að hans sögn var lögreglan fljót vettvang og færði ökumann BMW-bifreiðarinnar í baksæti lögreglubíls. „Það kom síðan kona fljótlega á vettvang sem vildi ólm gefa lögreglunni skýrslu. Hún hafði tekið eftir þessum ofsaakstri nokkrum kílómetrum fyrr. Ökumaðurinn hafði keyrt svona eins og óður maður í gegnum 2-3 hringtorg áður en hann klessti á bíl dóttur minnar. Þetta var því ekkert slys heldur vítaverður fávitaskapur,“ segir Arnar.

Ekki er hægt að fullyrða á þessu stigi málsins hver var undir stýri BMW-bifreiðarinnar en skráður eigandi hennar hefur hlotið dóma fyrir fíkniefnamisferli, akstur undir áhrifum fíkniefna og líkamsárás.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu