Mikið ölvun var í höfuðborginni liðna nótt og mikið annríki hjá lögreglu, en um 100 bókanir voru skráðar á tímabilinu frá kl. 17 – 5 í nótt.
Víða var tilkynnt um ofurölvi/ósjálfbjarga fólk. Einnig voru nokkrar tilkynningar um hávaða og ölvun frá heimahúsum.
Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir/handteknig undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn var einnig handtekinn fyrir brot á vopnalögum og vörslu fíkniefna.
Tvö tilvik um heimilisofbeldi voru tilkynnt í Hafnarfirði og Grafarholti. Gerendur voru handteknir og vistaðir fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.