Vegna umferðarslyss er Suðurlandsvegur lokaður í báðar áttir skammt austan við vegamótin Suðurlandsvegur/Hafravatnsvegur.
Búast má við töfum á umferð á meðan á rannsókn og annarri vinnu stendur en reynt er að liðka um með því að hleypa á hjáleið en ekki er víst að hún beri alla umferð.
Uppfært kl. 12.50:
Til að koma á betra flæði vegna lokana á Suðurlandsvegi hefur lögreglan ákveðið að færa ytri lokanir til austurs að Bláfjallavegi svo umferð geti farið þá leið í átt að höfuðborginni og svo að hringtorginu við Norðlingavað svo umferð geti þá farið til baka og valið þá aðra leið austur fyrir fjall.
Uppfært kl. 14.00
Senn verður Suðurlandsvegur opnaður aftur fyrir alla umferð, aðeins er eftir að hreinsa til á vettvangi en rannsókn þar er lokið, hreinsun ætti ekki að taka langan tíma. Lögreglan þakkar fyrir þolinæði og tillitssemi vegfarenda.