fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Fréttir

Einar eiginlega orðlaus yfir veðrinu í sumar: „Það eru einhverjir skrýtnir hlutir í gangi“

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 2. júlí 2018 13:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur er í raun hálf orðlaus yfir veðrinu sem verið hefur á Suður- og Vesturlandi í sumar. Aðeins fimm dagar af síðustu sextíu og tveimur hafa verið alþurrir í Reykjavík, eða um 8 prósent. Einar segir að eitthvað skrýtið sé í gangi.

„Það eru einhverjir skrýtnir hlutir í gangi sem ekki verða skýrðir einn, tveir og þrír, hvað sem síðar verður,“ segir Einar í samtali við RÚV. Hann bendir á að háloftavindar og háloftastraumar hafi verið afbrigðilegir í sumar. Þetta hafi leitt til þess að suðvestanátt hefur verið ríkjandi sem hefur borið lægðir að landinu.

„Mig grunar að öll þessi megin hringrás á norðurhveli jarðar sé ekki og hafi ekki almennilega verið í fasa,“ segir Einar og bætir við það sé engum vafa undiropið að þessi frávik séu það stór að þau séu mjög óvenjuleg.

„Sérstaklega þegar horft er á þessa tvo mánuði eða tímabil sem hefst 30. apríl. Þetta er svo sérstakt vegna þess að oft höfum við tengt sjávarkulda hér vestur af við bráðnandi hafís og kulda sem kemur úr norðri, en nú kemur hann úr vestri.“

Einar sagði í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun að samanlögð úrkoma í Reykjavík í maí og júní hefði verið gríðarlega mikil, eða 243 millímetrar.

„Við verðum að hafa í huga að alla jafna eru þetta þurrustu mánuðir ársins, í það minnsta maí. Hæstu sambærilegu gildi sem ég finn í úrkomugagnaröðum Reykjavíkur allt frá 1920 eru annars vegar 167 mm frá 1970 og 166 mm frá 1989. Þarna munar mjög miklu og rigningin þetta vorið er mjög afgerandi í Reykjavík í sögulegu mælingasamhengi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Mennta- og barnamálaráðherra í mál við ríkið og krefst rúmlega tíu milljóna króna

Mennta- og barnamálaráðherra í mál við ríkið og krefst rúmlega tíu milljóna króna
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Elliði birtir sláandi tölvupóst sem hann fékk – „Skammastu þín helvítis draslið þitt“

Elliði birtir sláandi tölvupóst sem hann fékk – „Skammastu þín helvítis draslið þitt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump vill fá úkraínskar náttúruauðlindir í staðinn fyrir hernaðaraðstoð – Verður að hafa hraðar hendur

Trump vill fá úkraínskar náttúruauðlindir í staðinn fyrir hernaðaraðstoð – Verður að hafa hraðar hendur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferðamaður aðstoðaður við Fardagafoss

Ferðamaður aðstoðaður við Fardagafoss